Róbert Wessman skorar á stjórnvöld 19. apríl 2013 12:10 Róbert Wessman er einn þeirra sem standa að síðunni. „Eitt af brýnustu hagsmunamálum Íslendinga er að hefja nýja sókn til bættra lífskjara með fjölgun starfa, auknum kaupmætti og meiri lífsgæði að leiðarljósi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið læst í fjármagnshöft um nærri fimm ára skeið sem skýrir að stórum hluta þá stöðnun sem ríkt hefur hérlendis á þessum tíma,“ segir í skilaboðum til stjórnmálamanna sem hópur einstaklinga sendi frá sér í dag. Í skilaboðunum segir að haftalæsing Íslands stafi af miklu leyti af aflandskrónum í eigu erlendra aðila, einkum svonefndra vogunarsjóða og bankastofnana, sem hafi ekki komist með þær úr landi. Þessar krónueignir séu oft í daglegu tali kallaðar „Snjóhengjan“. Ný vefsíða, www.snjohengjan.is, er komin í loftið þar sem þjóðinni gefst kostur á því að skora á stjórnmálamenn að setja lausn Snjóhengjuvandans í forgang að loknum kosningum. „Við hvetjum alla Íslendinga til að taka þátt í áskorun til stjórnmálamanna um að setja lausn Snjóhengjunnar í forgang. Við viljum hefja nýja sókn til bættra lífskjara og lausn Snjóhengjunnar er lykilforsenda í þeim efnum. Við erum í góðri samningsstöðu til að semja við eigendur þeirra 800 milljarða aflandskróna sem leita útgöngu og skorum á stjórnmálamenn að sýna framsýni og þor við lausn málsins," segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. Hann er einn þeirra fjörutíu einstaklinga sem standa að síðunni. Að baki vefsíðunni www.snjohengjan.is standa fjölmargir einstaklingar með ólíkan bakgrunn sem eiga það allir sameiginlegt að vilja stuðla að aukinni umræðu um lausn Snjóhengjunnar. Meðal stofnenda eru: Róbert Wessman forstjóri Alvogen, Jón Sigurðsson forstjóri Össurar, Helen Neely rekstrar- og fjármálastjóri, Björn Zoega forstjóri Landspítalans, Guðni Bergsson lögfræðingur, Steinn Jóhannsson skólameistari og María Bragadóttir heilsuhagfræðingur. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
„Eitt af brýnustu hagsmunamálum Íslendinga er að hefja nýja sókn til bættra lífskjara með fjölgun starfa, auknum kaupmætti og meiri lífsgæði að leiðarljósi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið læst í fjármagnshöft um nærri fimm ára skeið sem skýrir að stórum hluta þá stöðnun sem ríkt hefur hérlendis á þessum tíma,“ segir í skilaboðum til stjórnmálamanna sem hópur einstaklinga sendi frá sér í dag. Í skilaboðunum segir að haftalæsing Íslands stafi af miklu leyti af aflandskrónum í eigu erlendra aðila, einkum svonefndra vogunarsjóða og bankastofnana, sem hafi ekki komist með þær úr landi. Þessar krónueignir séu oft í daglegu tali kallaðar „Snjóhengjan“. Ný vefsíða, www.snjohengjan.is, er komin í loftið þar sem þjóðinni gefst kostur á því að skora á stjórnmálamenn að setja lausn Snjóhengjuvandans í forgang að loknum kosningum. „Við hvetjum alla Íslendinga til að taka þátt í áskorun til stjórnmálamanna um að setja lausn Snjóhengjunnar í forgang. Við viljum hefja nýja sókn til bættra lífskjara og lausn Snjóhengjunnar er lykilforsenda í þeim efnum. Við erum í góðri samningsstöðu til að semja við eigendur þeirra 800 milljarða aflandskróna sem leita útgöngu og skorum á stjórnmálamenn að sýna framsýni og þor við lausn málsins," segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. Hann er einn þeirra fjörutíu einstaklinga sem standa að síðunni. Að baki vefsíðunni www.snjohengjan.is standa fjölmargir einstaklingar með ólíkan bakgrunn sem eiga það allir sameiginlegt að vilja stuðla að aukinni umræðu um lausn Snjóhengjunnar. Meðal stofnenda eru: Róbert Wessman forstjóri Alvogen, Jón Sigurðsson forstjóri Össurar, Helen Neely rekstrar- og fjármálastjóri, Björn Zoega forstjóri Landspítalans, Guðni Bergsson lögfræðingur, Steinn Jóhannsson skólameistari og María Bragadóttir heilsuhagfræðingur.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira