Segir atvinnulífið heimtufrekt Jóhannes Stefánsson skrifar 19. apríl 2013 16:45 Inga Sigrún Atladóttir, 2. sæti á framboðslista VG í suðurkjördæmi Mynd/ Facebook „Ég nenni ekki að fara í fleiri fyrirtæki. Ég nenni ekki að tala við fólk sem reynir að gera lítið úr mér en heimtar samt að ég geri fyrir þá allt sem ég get.“ Þetta segir Inga Sigrún Atladóttir, frambjóðandi Vinstri-grænna meðal annars í grein sinni „Ég er kommúnisti“ sem birtist á Eyjunni í morgun. Inga sagði í samtali við fréttastofu Vísis að henni þætti fyrirtæki á Suðurnesjum vanþakklát og yfirsjást það sem þó hefði verið gert í þeirra þágu í landshlutanum. Þá segir hún atvinnurekendur gleyma því sem vel hefði verið gert í umræðunni og vísaði meðal annars til þess að frumkvöðlasetri, Kadeco og fleiru hefði verið komið á laggirnar. Ingu fannst ósanngjarnt að henni þætti ekkert mark tekið á því í umræðunni og sagði í því samhengi: „Það er bara hlegið að því og gert lítið úr því.“Atvinnulífið heimtufrekt Í grein Ingu segir svo: „Atvinnurekendur eru reiðir, þeir heimta að við breytum lögum, að ríkið taki ekki af þeim pening, þeir vilja að þeirra rekstur fái frekari fyrirgreiðslu en aðrir.“ Þá segir einnig í greininni: „Þegar ég var krakki stofnaði pabbi minn fyrirtæki. Hann var aldrei að væla yfir öllu því sem stjórnmálamenn voru ekki að gera fyrir hann. Hann eyddi ekki orðum í að reyna að væla peninga út úr ríkinu. Honum datt það ekki í hug.“ „Eiginlega alls staðar er krafa um skattalækkanir. Það hafa hækkað skattar á fyrirtæki, en samt miðað við OECD löndin er það ekki.“ Segir Inga í samtali við Vísi og bætir við: „Mér finnst þetta ósanngjarnt, þessar kröfur,“ um það að margir sem hefðu gefið sig á tal við hana í vinnustaðaheimsóknum á Suðurnesjum óskuðu eftir því að skattar yrðu lækkaðir. Inga telur atvinnurekendur heimtufreka að fara fram á slíkt, enda ættu þeir að hafa meiri skilning á því hvernig ástandið er. „Við vitum það öll að það þurftu allir að bera byrðar hérna, bæði almenningur og fyrirtækin. Það eru allir sem hafa þurft að þola hækkun skatta og það er ekki búið að vera að henda þessum peningum út um gluggan, heldur er búið að vera að borga skuldir.“ Inga bætir svo við: „Mér finnst nú bara vanta ákveðinn skilning á þessu hjá atvinnulífinu, mér finnst að við ættum að geta tekið höndum saman, unnið þetta áfram og byggt bara upp fyrirtækin án þess að vera að kenna alltaf ríkinu um allt.“Almenningur alltaf í öðru sæti „Mér finnst í þessu samfélagi allt of mikið um að almannahagsmunir séu í öðru sæti. Mitt hlutverk sem stjórnmálamanns er að gæta almannahagsmuna fyrst og fremst. Það eru almannahagsmunir að það sé vinna, en það er ekki hægt að byrja á því að ganga út frá hagsmunnum atvinnulífsins eins og hefur kannski verið gert og reikna með að brauðmolar falli til almennings. Hvort er á undan, eggið eða hænan?“ segir Inga. Þá segir Inga að atvinnurekendur reyni að gera stjórnmálamenn að málpípum sínum og segir lítið mark tekið á þeim sem ekki beygi sig undir þessar óskir. Inga vill þó ekki meina að almannahagsmunir og hagsmunir atvinnulífs fari ekki saman, en telur að almannahagsmunir skuli alltaf koma á undan. „Það er aðallega þetta að ákvarðanir stjórnmálamanna byggi alltaf á almannahagsmunum, ekki sérhagsmunum“ segir Inga að lokum. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
„Ég nenni ekki að fara í fleiri fyrirtæki. Ég nenni ekki að tala við fólk sem reynir að gera lítið úr mér en heimtar samt að ég geri fyrir þá allt sem ég get.“ Þetta segir Inga Sigrún Atladóttir, frambjóðandi Vinstri-grænna meðal annars í grein sinni „Ég er kommúnisti“ sem birtist á Eyjunni í morgun. Inga sagði í samtali við fréttastofu Vísis að henni þætti fyrirtæki á Suðurnesjum vanþakklát og yfirsjást það sem þó hefði verið gert í þeirra þágu í landshlutanum. Þá segir hún atvinnurekendur gleyma því sem vel hefði verið gert í umræðunni og vísaði meðal annars til þess að frumkvöðlasetri, Kadeco og fleiru hefði verið komið á laggirnar. Ingu fannst ósanngjarnt að henni þætti ekkert mark tekið á því í umræðunni og sagði í því samhengi: „Það er bara hlegið að því og gert lítið úr því.“Atvinnulífið heimtufrekt Í grein Ingu segir svo: „Atvinnurekendur eru reiðir, þeir heimta að við breytum lögum, að ríkið taki ekki af þeim pening, þeir vilja að þeirra rekstur fái frekari fyrirgreiðslu en aðrir.“ Þá segir einnig í greininni: „Þegar ég var krakki stofnaði pabbi minn fyrirtæki. Hann var aldrei að væla yfir öllu því sem stjórnmálamenn voru ekki að gera fyrir hann. Hann eyddi ekki orðum í að reyna að væla peninga út úr ríkinu. Honum datt það ekki í hug.“ „Eiginlega alls staðar er krafa um skattalækkanir. Það hafa hækkað skattar á fyrirtæki, en samt miðað við OECD löndin er það ekki.“ Segir Inga í samtali við Vísi og bætir við: „Mér finnst þetta ósanngjarnt, þessar kröfur,“ um það að margir sem hefðu gefið sig á tal við hana í vinnustaðaheimsóknum á Suðurnesjum óskuðu eftir því að skattar yrðu lækkaðir. Inga telur atvinnurekendur heimtufreka að fara fram á slíkt, enda ættu þeir að hafa meiri skilning á því hvernig ástandið er. „Við vitum það öll að það þurftu allir að bera byrðar hérna, bæði almenningur og fyrirtækin. Það eru allir sem hafa þurft að þola hækkun skatta og það er ekki búið að vera að henda þessum peningum út um gluggan, heldur er búið að vera að borga skuldir.“ Inga bætir svo við: „Mér finnst nú bara vanta ákveðinn skilning á þessu hjá atvinnulífinu, mér finnst að við ættum að geta tekið höndum saman, unnið þetta áfram og byggt bara upp fyrirtækin án þess að vera að kenna alltaf ríkinu um allt.“Almenningur alltaf í öðru sæti „Mér finnst í þessu samfélagi allt of mikið um að almannahagsmunir séu í öðru sæti. Mitt hlutverk sem stjórnmálamanns er að gæta almannahagsmuna fyrst og fremst. Það eru almannahagsmunir að það sé vinna, en það er ekki hægt að byrja á því að ganga út frá hagsmunnum atvinnulífsins eins og hefur kannski verið gert og reikna með að brauðmolar falli til almennings. Hvort er á undan, eggið eða hænan?“ segir Inga. Þá segir Inga að atvinnurekendur reyni að gera stjórnmálamenn að málpípum sínum og segir lítið mark tekið á þeim sem ekki beygi sig undir þessar óskir. Inga vill þó ekki meina að almannahagsmunir og hagsmunir atvinnulífs fari ekki saman, en telur að almannahagsmunir skuli alltaf koma á undan. „Það er aðallega þetta að ákvarðanir stjórnmálamanna byggi alltaf á almannahagsmunum, ekki sérhagsmunum“ segir Inga að lokum.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira