Segir atvinnulífið heimtufrekt Jóhannes Stefánsson skrifar 19. apríl 2013 16:45 Inga Sigrún Atladóttir, 2. sæti á framboðslista VG í suðurkjördæmi Mynd/ Facebook „Ég nenni ekki að fara í fleiri fyrirtæki. Ég nenni ekki að tala við fólk sem reynir að gera lítið úr mér en heimtar samt að ég geri fyrir þá allt sem ég get.“ Þetta segir Inga Sigrún Atladóttir, frambjóðandi Vinstri-grænna meðal annars í grein sinni „Ég er kommúnisti“ sem birtist á Eyjunni í morgun. Inga sagði í samtali við fréttastofu Vísis að henni þætti fyrirtæki á Suðurnesjum vanþakklát og yfirsjást það sem þó hefði verið gert í þeirra þágu í landshlutanum. Þá segir hún atvinnurekendur gleyma því sem vel hefði verið gert í umræðunni og vísaði meðal annars til þess að frumkvöðlasetri, Kadeco og fleiru hefði verið komið á laggirnar. Ingu fannst ósanngjarnt að henni þætti ekkert mark tekið á því í umræðunni og sagði í því samhengi: „Það er bara hlegið að því og gert lítið úr því.“Atvinnulífið heimtufrekt Í grein Ingu segir svo: „Atvinnurekendur eru reiðir, þeir heimta að við breytum lögum, að ríkið taki ekki af þeim pening, þeir vilja að þeirra rekstur fái frekari fyrirgreiðslu en aðrir.“ Þá segir einnig í greininni: „Þegar ég var krakki stofnaði pabbi minn fyrirtæki. Hann var aldrei að væla yfir öllu því sem stjórnmálamenn voru ekki að gera fyrir hann. Hann eyddi ekki orðum í að reyna að væla peninga út úr ríkinu. Honum datt það ekki í hug.“ „Eiginlega alls staðar er krafa um skattalækkanir. Það hafa hækkað skattar á fyrirtæki, en samt miðað við OECD löndin er það ekki.“ Segir Inga í samtali við Vísi og bætir við: „Mér finnst þetta ósanngjarnt, þessar kröfur,“ um það að margir sem hefðu gefið sig á tal við hana í vinnustaðaheimsóknum á Suðurnesjum óskuðu eftir því að skattar yrðu lækkaðir. Inga telur atvinnurekendur heimtufreka að fara fram á slíkt, enda ættu þeir að hafa meiri skilning á því hvernig ástandið er. „Við vitum það öll að það þurftu allir að bera byrðar hérna, bæði almenningur og fyrirtækin. Það eru allir sem hafa þurft að þola hækkun skatta og það er ekki búið að vera að henda þessum peningum út um gluggan, heldur er búið að vera að borga skuldir.“ Inga bætir svo við: „Mér finnst nú bara vanta ákveðinn skilning á þessu hjá atvinnulífinu, mér finnst að við ættum að geta tekið höndum saman, unnið þetta áfram og byggt bara upp fyrirtækin án þess að vera að kenna alltaf ríkinu um allt.“Almenningur alltaf í öðru sæti „Mér finnst í þessu samfélagi allt of mikið um að almannahagsmunir séu í öðru sæti. Mitt hlutverk sem stjórnmálamanns er að gæta almannahagsmuna fyrst og fremst. Það eru almannahagsmunir að það sé vinna, en það er ekki hægt að byrja á því að ganga út frá hagsmunnum atvinnulífsins eins og hefur kannski verið gert og reikna með að brauðmolar falli til almennings. Hvort er á undan, eggið eða hænan?“ segir Inga. Þá segir Inga að atvinnurekendur reyni að gera stjórnmálamenn að málpípum sínum og segir lítið mark tekið á þeim sem ekki beygi sig undir þessar óskir. Inga vill þó ekki meina að almannahagsmunir og hagsmunir atvinnulífs fari ekki saman, en telur að almannahagsmunir skuli alltaf koma á undan. „Það er aðallega þetta að ákvarðanir stjórnmálamanna byggi alltaf á almannahagsmunum, ekki sérhagsmunum“ segir Inga að lokum. Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Ég nenni ekki að fara í fleiri fyrirtæki. Ég nenni ekki að tala við fólk sem reynir að gera lítið úr mér en heimtar samt að ég geri fyrir þá allt sem ég get.“ Þetta segir Inga Sigrún Atladóttir, frambjóðandi Vinstri-grænna meðal annars í grein sinni „Ég er kommúnisti“ sem birtist á Eyjunni í morgun. Inga sagði í samtali við fréttastofu Vísis að henni þætti fyrirtæki á Suðurnesjum vanþakklát og yfirsjást það sem þó hefði verið gert í þeirra þágu í landshlutanum. Þá segir hún atvinnurekendur gleyma því sem vel hefði verið gert í umræðunni og vísaði meðal annars til þess að frumkvöðlasetri, Kadeco og fleiru hefði verið komið á laggirnar. Ingu fannst ósanngjarnt að henni þætti ekkert mark tekið á því í umræðunni og sagði í því samhengi: „Það er bara hlegið að því og gert lítið úr því.“Atvinnulífið heimtufrekt Í grein Ingu segir svo: „Atvinnurekendur eru reiðir, þeir heimta að við breytum lögum, að ríkið taki ekki af þeim pening, þeir vilja að þeirra rekstur fái frekari fyrirgreiðslu en aðrir.“ Þá segir einnig í greininni: „Þegar ég var krakki stofnaði pabbi minn fyrirtæki. Hann var aldrei að væla yfir öllu því sem stjórnmálamenn voru ekki að gera fyrir hann. Hann eyddi ekki orðum í að reyna að væla peninga út úr ríkinu. Honum datt það ekki í hug.“ „Eiginlega alls staðar er krafa um skattalækkanir. Það hafa hækkað skattar á fyrirtæki, en samt miðað við OECD löndin er það ekki.“ Segir Inga í samtali við Vísi og bætir við: „Mér finnst þetta ósanngjarnt, þessar kröfur,“ um það að margir sem hefðu gefið sig á tal við hana í vinnustaðaheimsóknum á Suðurnesjum óskuðu eftir því að skattar yrðu lækkaðir. Inga telur atvinnurekendur heimtufreka að fara fram á slíkt, enda ættu þeir að hafa meiri skilning á því hvernig ástandið er. „Við vitum það öll að það þurftu allir að bera byrðar hérna, bæði almenningur og fyrirtækin. Það eru allir sem hafa þurft að þola hækkun skatta og það er ekki búið að vera að henda þessum peningum út um gluggan, heldur er búið að vera að borga skuldir.“ Inga bætir svo við: „Mér finnst nú bara vanta ákveðinn skilning á þessu hjá atvinnulífinu, mér finnst að við ættum að geta tekið höndum saman, unnið þetta áfram og byggt bara upp fyrirtækin án þess að vera að kenna alltaf ríkinu um allt.“Almenningur alltaf í öðru sæti „Mér finnst í þessu samfélagi allt of mikið um að almannahagsmunir séu í öðru sæti. Mitt hlutverk sem stjórnmálamanns er að gæta almannahagsmuna fyrst og fremst. Það eru almannahagsmunir að það sé vinna, en það er ekki hægt að byrja á því að ganga út frá hagsmunnum atvinnulífsins eins og hefur kannski verið gert og reikna með að brauðmolar falli til almennings. Hvort er á undan, eggið eða hænan?“ segir Inga. Þá segir Inga að atvinnurekendur reyni að gera stjórnmálamenn að málpípum sínum og segir lítið mark tekið á þeim sem ekki beygi sig undir þessar óskir. Inga vill þó ekki meina að almannahagsmunir og hagsmunir atvinnulífs fari ekki saman, en telur að almannahagsmunir skuli alltaf koma á undan. „Það er aðallega þetta að ákvarðanir stjórnmálamanna byggi alltaf á almannahagsmunum, ekki sérhagsmunum“ segir Inga að lokum.
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira