NBA í nótt: 30. sigur Boston á tímabilinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2008 10:41 Jason Kidd sækir að Kevin Garnett í leik New Jersey og Boston í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics vann sinn 30. sigur á tímabilinu í nótt með því að bera sigurorð af New Jersey á útivelli, 86-77. Þetta er metjöfnun hjá félaginu en tímabilið 1959-1960 vann Boston 30 af fyrstu 34 leikjum sínum á tímabilnu og varð síðan NBA-meistari um vorið. Risarnir þrír hjá Boston, Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, voru allir með í nótt og voru sem fyrr öflugir. Garnett skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst, Pierce var með átján stig og Allen sextán. En leikurinn var engu að síður spennandi og var það ekki fyrr en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður að Boston tók völdin í leiknum með því að skora þrettán stig í röð. Hvorki Garnett né Pierce voru þá inn á vellinum. New Jersey skoraði sitt fyrsta stig í fjórða leikhluta þegar sex mínútur voru eftir af honum og var Boston þá með sex stiga forystu. New Jersey náði ekki að brúa það bil. Jason Kidd var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná enn einni þrefaldri tvennu en hann skoraði ellefu stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Stigahæstur hjá New Jersey var Richard Jefferson með sautján stig en Vince Carter var með sextán. Leikur Cleveland og Charlotte var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Svo fór að Cleveland vann, 113-106. LeBron James bætti persónulegt met er hann tók nítján fráköst í leiknum en sem fyrr reyndist frammistaða hans skilja á milli liðanna að lokum. James skoraði átta af sínu 31 stigi í síðari framlengingunni en Cleveland vann með sjö stiga mun. James lék samtals í 49 mínútur í leiknum. Anderson Varejao bætti einnig persónulegt met er hann tók átján fráköst en hann og Larry Hughes skoruðu báðir sextán stig í leiknum. Gerald Wallace var stigahæstur hjá Charlotte með 27 stig en Nazr Mohammed bætti við 21. Jason Richardson byrjaði vel og skoraði fimmtán stig á fyrstu sjö mínútum leiksins en bætti aðeins fjórum stigum við eftir það. Charlotte var með átta stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta en Cleveland var með þriggja stiga forystu fyrir síðustu sókn leiksins. Raymond Felton jafnaði hins vegar metin með þriggja stiga körfu þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Þá tapaði Miami sínum tíunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn fyrir New Orleans, 114-88. Sem fyrr var Shaquille O'Neal fjarverandi vegna meiðsla en Dwyane Wade skoraði ellefu stig í leiknum. Úrslit annarra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 97-100 New York Knicks - Toronto Raptors 90-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 98-102Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 113-82Denver Nuggets - Orlando Magic 113-103 NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Fleiri fréttir Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Boston Celtics vann sinn 30. sigur á tímabilinu í nótt með því að bera sigurorð af New Jersey á útivelli, 86-77. Þetta er metjöfnun hjá félaginu en tímabilið 1959-1960 vann Boston 30 af fyrstu 34 leikjum sínum á tímabilnu og varð síðan NBA-meistari um vorið. Risarnir þrír hjá Boston, Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, voru allir með í nótt og voru sem fyrr öflugir. Garnett skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst, Pierce var með átján stig og Allen sextán. En leikurinn var engu að síður spennandi og var það ekki fyrr en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður að Boston tók völdin í leiknum með því að skora þrettán stig í röð. Hvorki Garnett né Pierce voru þá inn á vellinum. New Jersey skoraði sitt fyrsta stig í fjórða leikhluta þegar sex mínútur voru eftir af honum og var Boston þá með sex stiga forystu. New Jersey náði ekki að brúa það bil. Jason Kidd var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná enn einni þrefaldri tvennu en hann skoraði ellefu stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Stigahæstur hjá New Jersey var Richard Jefferson með sautján stig en Vince Carter var með sextán. Leikur Cleveland og Charlotte var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Svo fór að Cleveland vann, 113-106. LeBron James bætti persónulegt met er hann tók nítján fráköst í leiknum en sem fyrr reyndist frammistaða hans skilja á milli liðanna að lokum. James skoraði átta af sínu 31 stigi í síðari framlengingunni en Cleveland vann með sjö stiga mun. James lék samtals í 49 mínútur í leiknum. Anderson Varejao bætti einnig persónulegt met er hann tók átján fráköst en hann og Larry Hughes skoruðu báðir sextán stig í leiknum. Gerald Wallace var stigahæstur hjá Charlotte með 27 stig en Nazr Mohammed bætti við 21. Jason Richardson byrjaði vel og skoraði fimmtán stig á fyrstu sjö mínútum leiksins en bætti aðeins fjórum stigum við eftir það. Charlotte var með átta stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta en Cleveland var með þriggja stiga forystu fyrir síðustu sókn leiksins. Raymond Felton jafnaði hins vegar metin með þriggja stiga körfu þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Þá tapaði Miami sínum tíunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn fyrir New Orleans, 114-88. Sem fyrr var Shaquille O'Neal fjarverandi vegna meiðsla en Dwyane Wade skoraði ellefu stig í leiknum. Úrslit annarra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 97-100 New York Knicks - Toronto Raptors 90-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 98-102Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 113-82Denver Nuggets - Orlando Magic 113-103
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Fleiri fréttir Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira