NBA í nótt: 30. sigur Boston á tímabilinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2008 10:41 Jason Kidd sækir að Kevin Garnett í leik New Jersey og Boston í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics vann sinn 30. sigur á tímabilinu í nótt með því að bera sigurorð af New Jersey á útivelli, 86-77. Þetta er metjöfnun hjá félaginu en tímabilið 1959-1960 vann Boston 30 af fyrstu 34 leikjum sínum á tímabilnu og varð síðan NBA-meistari um vorið. Risarnir þrír hjá Boston, Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, voru allir með í nótt og voru sem fyrr öflugir. Garnett skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst, Pierce var með átján stig og Allen sextán. En leikurinn var engu að síður spennandi og var það ekki fyrr en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður að Boston tók völdin í leiknum með því að skora þrettán stig í röð. Hvorki Garnett né Pierce voru þá inn á vellinum. New Jersey skoraði sitt fyrsta stig í fjórða leikhluta þegar sex mínútur voru eftir af honum og var Boston þá með sex stiga forystu. New Jersey náði ekki að brúa það bil. Jason Kidd var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná enn einni þrefaldri tvennu en hann skoraði ellefu stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Stigahæstur hjá New Jersey var Richard Jefferson með sautján stig en Vince Carter var með sextán. Leikur Cleveland og Charlotte var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Svo fór að Cleveland vann, 113-106. LeBron James bætti persónulegt met er hann tók nítján fráköst í leiknum en sem fyrr reyndist frammistaða hans skilja á milli liðanna að lokum. James skoraði átta af sínu 31 stigi í síðari framlengingunni en Cleveland vann með sjö stiga mun. James lék samtals í 49 mínútur í leiknum. Anderson Varejao bætti einnig persónulegt met er hann tók átján fráköst en hann og Larry Hughes skoruðu báðir sextán stig í leiknum. Gerald Wallace var stigahæstur hjá Charlotte með 27 stig en Nazr Mohammed bætti við 21. Jason Richardson byrjaði vel og skoraði fimmtán stig á fyrstu sjö mínútum leiksins en bætti aðeins fjórum stigum við eftir það. Charlotte var með átta stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta en Cleveland var með þriggja stiga forystu fyrir síðustu sókn leiksins. Raymond Felton jafnaði hins vegar metin með þriggja stiga körfu þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Þá tapaði Miami sínum tíunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn fyrir New Orleans, 114-88. Sem fyrr var Shaquille O'Neal fjarverandi vegna meiðsla en Dwyane Wade skoraði ellefu stig í leiknum. Úrslit annarra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 97-100 New York Knicks - Toronto Raptors 90-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 98-102Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 113-82Denver Nuggets - Orlando Magic 113-103 NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Boston Celtics vann sinn 30. sigur á tímabilinu í nótt með því að bera sigurorð af New Jersey á útivelli, 86-77. Þetta er metjöfnun hjá félaginu en tímabilið 1959-1960 vann Boston 30 af fyrstu 34 leikjum sínum á tímabilnu og varð síðan NBA-meistari um vorið. Risarnir þrír hjá Boston, Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, voru allir með í nótt og voru sem fyrr öflugir. Garnett skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst, Pierce var með átján stig og Allen sextán. En leikurinn var engu að síður spennandi og var það ekki fyrr en þegar fjórði leikhluti var hálfnaður að Boston tók völdin í leiknum með því að skora þrettán stig í röð. Hvorki Garnett né Pierce voru þá inn á vellinum. New Jersey skoraði sitt fyrsta stig í fjórða leikhluta þegar sex mínútur voru eftir af honum og var Boston þá með sex stiga forystu. New Jersey náði ekki að brúa það bil. Jason Kidd var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná enn einni þrefaldri tvennu en hann skoraði ellefu stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Stigahæstur hjá New Jersey var Richard Jefferson með sautján stig en Vince Carter var með sextán. Leikur Cleveland og Charlotte var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Svo fór að Cleveland vann, 113-106. LeBron James bætti persónulegt met er hann tók nítján fráköst í leiknum en sem fyrr reyndist frammistaða hans skilja á milli liðanna að lokum. James skoraði átta af sínu 31 stigi í síðari framlengingunni en Cleveland vann með sjö stiga mun. James lék samtals í 49 mínútur í leiknum. Anderson Varejao bætti einnig persónulegt met er hann tók átján fráköst en hann og Larry Hughes skoruðu báðir sextán stig í leiknum. Gerald Wallace var stigahæstur hjá Charlotte með 27 stig en Nazr Mohammed bætti við 21. Jason Richardson byrjaði vel og skoraði fimmtán stig á fyrstu sjö mínútum leiksins en bætti aðeins fjórum stigum við eftir það. Charlotte var með átta stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta en Cleveland var með þriggja stiga forystu fyrir síðustu sókn leiksins. Raymond Felton jafnaði hins vegar metin með þriggja stiga körfu þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Þá tapaði Miami sínum tíunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt, í þetta sinn fyrir New Orleans, 114-88. Sem fyrr var Shaquille O'Neal fjarverandi vegna meiðsla en Dwyane Wade skoraði ellefu stig í leiknum. Úrslit annarra leikja í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 97-100 New York Knicks - Toronto Raptors 90-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 98-102Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 113-82Denver Nuggets - Orlando Magic 113-103
NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira