Lífið

Það sem ég óska mér í jólagjöf í ár

Marín Manda skrifar
Páll Óskar
Páll Óskar
Jólin eru tíminn þegar fagurkerar blómstra. Fallegar skreytingar, hátíðlegt borðhald og gæðatími með fjölskyldunni er mikilvægur en einnig eru jólin tíma jólagjafaóska. Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár?



Páll Óskar, söngvari

„Mig vantar kaffivél á heimilið. Hún er frá Einari Farestveit og er rándýr en býr til svakalega gott kaffi. Ég drekk nú ekki kaffi að staðaldri en þetta er samt gott fyrir mig og gesti og gangandi. Ég skora á fjölskylduna og vini mína að byrja að safna strax, þau eiga líka eftir að græða á þessu.“





Svala.
Svala Björgvinsdóttir, söngkona

"Mig langar í annan persa. Ég á þrjár persa-kisur og einn blandaðan norskan skógarkött. Ég á alltof mikið af kisum en langar alltaf í fleiri, enda yndisleg dýr.“





Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, fjölmiðlakona

"Ég er alltaf í vandræðum með að láta mér detta eitthvað í hug sem mig langar í. En um daginn rakst ég á dásamlega fallegt hálsmen hjá Dýrfinnu Torfadóttur sem ég setti strax á listann. Svo finnst mér alltaf gaman að fá falleg rúmföt og góðar bækur. Já, og hlý föt, ég elska allt sem er hlýtt og mjúkt.“





Guðrún Tinna.
Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló&Indí

„Efst á óskalistanum er skíðafrí yfir helgi með fjölskyldunni.

Draumajólagjöfin í ár yrði því skíðafrí á hóteli fyrir norðan með börnunum. Morgunmaturinn tilbúinn, mjúkar sængur og svo heitt kakó uppi í fjalli. Mér finnst einnig alltaf gaman að fá íslenskar bækur en við fjölskyldan erum miklir lestrarhestar.“





Auðunn Blöndal, útvarps- og sjónvarpsmaður

„Ég óska mér rafmagnstannbursta. Verkfæri ef ég skyldi ætla að fara að gera upp íbúðina í vor (einmitt) og Away-treyjuna hjá United.“





Gunnlaugur Briem, trommuleikari

„Mig langar helst í nýtt Sakae-trommusett en annars vil ég nú samt helst kærleika og frið á jörð.







Eyþór Ingi, söngvari

„Mig langar helst í tvöfalt gítarstatíf en annars skiptir það svo sem engu máli, það er bara hugurinn á bak við gjöfina sem skiptir máli.“







Eva Laufey.
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, matarbloggari. 

„Ég hef ótrúlega gaman af því að fá gjafabréf í leikhús eða á tónleika, eða út að borða í jólagjöf.

Mér finnst svo gaman að gefa slíkar jólagjafir og finnst voða gaman að fá svoleiðis sjálf.“











Elísabet Eyþórsdóttir
 Elísabet Eyþórsdóttir, tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Sísý Ey.

„Mig langar mjög mikið í jólapeysu og þá helst geðveikt skrítna jólapeysu.“











Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen, eigandi WOW air

„Ég vil náttúrulega bara frið á jörðu, að Íslendingar læri að lesa, hætti að borða sykur og elski hverjir aðra.

Annars er ég búinn að skrifa jólasveininum og óska eftir geimferð.“









Andrea Magnúsdóttir
Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður

„Mig dreymir mig um himneskan kross um hálsinn frá Siggu&Timo. Bolla með A - Ó - M og Í, fallega púða, væri ekki verra ef það væri Chanel-púði úr leðri. Draumabókin væri ævi og störf Coco Chanel.

En allra dýrmætast er að fá eitthvað fallegt eftir börnin mín.“












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.