Ekki lengur ríkisfangslaus: "Við erum frjáls ferða okkar" Hrund Þórsdóttir skrifar 20. desember 2013 20:00 Haustið 2008 komu átta konur úr Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak til Íslands með börn sín og settust að á Akranesi. Ayda Abdallah er ein þeirra. „Ég er mjög glöð að vera á Íslandi. Börnin mín geta farið í skóla að læra og það er ekki stríð hérna,“ segir hún. Með henni komu tvö börn, Ahmad og Aseel, en elstu dóttur hennar, sem þá var 17 ára gömul, var ekki hleypt til Íslands þar sem hún var gift. Hún missti fyrsta barn sitt, enda heilbrigðisþjónusta ekki upp á marga fiska í flóttamannabúðunum, en síðar fékk hún hæli í Bandaríkjunum og býr þar ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Fjölskyldan hér hefur ekki hitt hana í öll þessi ár og hefur aldrei séð börnin hennar tvö, því ekki er hægt að ferðast til Bandaríkjanna með flóttamannavegabréf. Nú í vikunni fengu 19 flóttamenn íslenskt ríkisfang, en Ayda var ekki í þeim hópi og þar með ekki Aseel heldur. Ástæðan var að Ayda féll á íslenskuprófi, en það var vegna veikinda sem hún glímir við. Með breytingartillögu allsherjar- og menntamálanefndar í gær var Aydu ásamt fjórum öðrum konum bætt á listann svo ríkisfang og vegabréf eru í höfn. „Við fögnuðum mikið, ég og mamma. Nú getum við séð systur mína; við höfum ekki séð hana í fimm ár og höfum bara talað saman í gegnum tölvu,“ segir Aseel og Ayda tekur undir. „Við getum loksins farið að heimsækja dóttur mína í Bandaríkjunum. Við erum frjáls ferða okkar og getum farið að hitta ættingja og aðra sem við höfum ekki getað hitt hingað til.“ Fjölskyldan er þó ekki búin að skipuleggja ferð til Bandaríkjanna. „Ekki ennþá, við erum bara að bíða eftir vegabréfi. Þau sem gefa út vegabréf eru í jólafríi svo við bíðum bara og sjáum hvað gerist,“ segir Ahmad. Þrátt fyrir aðeins nokkurra ára veru á Íslandi gengum þeim systkinum vel í skóla og á sunnudaginn útskrifast Ahmad úr Fjölbrautarskóla Vesturlands. Og ertu búinn að skipuleggja framhaldið? „Já, ég ætla kannski að vinna á næstu önn en er ekki búinn að fá vinnu. Ég er að leita. Ég stefni svo á háskólanám í haust en er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég ætla að læra,“ segir hann. Þeim finnst Ísland kalt en kunna vel við sig hér. „Ísland er frábrugðið Írak. Það er ekki eins mikið fólk og ekki verið að sprengja hérna eins og þar,“ segir Aseel. „Nú getum við börnin mín verið hérna. Við höfum ekki haft ríkisborgararétt en nú getum við sagt við fólk að við séum Íslendingar,“ segir Ayda að lokum. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Haustið 2008 komu átta konur úr Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak til Íslands með börn sín og settust að á Akranesi. Ayda Abdallah er ein þeirra. „Ég er mjög glöð að vera á Íslandi. Börnin mín geta farið í skóla að læra og það er ekki stríð hérna,“ segir hún. Með henni komu tvö börn, Ahmad og Aseel, en elstu dóttur hennar, sem þá var 17 ára gömul, var ekki hleypt til Íslands þar sem hún var gift. Hún missti fyrsta barn sitt, enda heilbrigðisþjónusta ekki upp á marga fiska í flóttamannabúðunum, en síðar fékk hún hæli í Bandaríkjunum og býr þar ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Fjölskyldan hér hefur ekki hitt hana í öll þessi ár og hefur aldrei séð börnin hennar tvö, því ekki er hægt að ferðast til Bandaríkjanna með flóttamannavegabréf. Nú í vikunni fengu 19 flóttamenn íslenskt ríkisfang, en Ayda var ekki í þeim hópi og þar með ekki Aseel heldur. Ástæðan var að Ayda féll á íslenskuprófi, en það var vegna veikinda sem hún glímir við. Með breytingartillögu allsherjar- og menntamálanefndar í gær var Aydu ásamt fjórum öðrum konum bætt á listann svo ríkisfang og vegabréf eru í höfn. „Við fögnuðum mikið, ég og mamma. Nú getum við séð systur mína; við höfum ekki séð hana í fimm ár og höfum bara talað saman í gegnum tölvu,“ segir Aseel og Ayda tekur undir. „Við getum loksins farið að heimsækja dóttur mína í Bandaríkjunum. Við erum frjáls ferða okkar og getum farið að hitta ættingja og aðra sem við höfum ekki getað hitt hingað til.“ Fjölskyldan er þó ekki búin að skipuleggja ferð til Bandaríkjanna. „Ekki ennþá, við erum bara að bíða eftir vegabréfi. Þau sem gefa út vegabréf eru í jólafríi svo við bíðum bara og sjáum hvað gerist,“ segir Ahmad. Þrátt fyrir aðeins nokkurra ára veru á Íslandi gengum þeim systkinum vel í skóla og á sunnudaginn útskrifast Ahmad úr Fjölbrautarskóla Vesturlands. Og ertu búinn að skipuleggja framhaldið? „Já, ég ætla kannski að vinna á næstu önn en er ekki búinn að fá vinnu. Ég er að leita. Ég stefni svo á háskólanám í haust en er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég ætla að læra,“ segir hann. Þeim finnst Ísland kalt en kunna vel við sig hér. „Ísland er frábrugðið Írak. Það er ekki eins mikið fólk og ekki verið að sprengja hérna eins og þar,“ segir Aseel. „Nú getum við börnin mín verið hérna. Við höfum ekki haft ríkisborgararétt en nú getum við sagt við fólk að við séum Íslendingar,“ segir Ayda að lokum.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira