Innlent

Kannabisræktun stöðvuð í Grafarvogi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kannabisræktun stöðvuð í Grafarvogi
Kannabisræktun stöðvuð í Grafarvogi mynd / stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúðarhúsi í Grafarvogi í vikunni.

Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á bæði kannabisplöntur og kannabisefni, en efnin voru í sölueiningum.

Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.

Þess má geta að þegar lögreglan kom á vettvang til húsleitar voru einnig kona og barn á heimilinu og var málið því tilkynnt til barnaverndaryfirvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×