Innlent

Margra mánaða biðlistar í augnaðgerðir

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Aðeins einn augnlæknir hefur hafið störf á Landspítalanum eftir sérfræðinám erlendis frá árinu 2006. Meðalaldur sérfræðilækna hér á landi hefur aldrei verið hærri og  margra mánaða biðlistar eru í augnaðgerðir.

Fólk sem pantar sér tíma í eftirlit hjá augnlækni getur átt von á margra vikna bið. Tíu mánaða biðlistar eru í hornhimnuaðgerður og tólf til fjórtán mánaða bið í augasteinsaðgerðir.

Síðustu mánuði  hefur mikið verið fjallað um lækna sem ílengjast erlendis eftir nám og eru augnlæknar engin undantekning þar á, enda um afar sérhæft nám að ræða. Um þrjátíu augnlæknar eru nú starfandi hér á landi en sáralítil endurnýjun er í faginu.

María Soffía Gottfreðsdóttir, augnskurðlæknir, segir þetta mikið áhyggjuefni.

„Það gefur auga leið að ef að læknarnir eldast og nýir koma ekki í staðinn verður þjónustan ekki eins og við þekkjum hana í dag. Þá verður ekki hægt að sinna þessum verkefnum sem við sinnum vel“.

Eiríkur Þorsteinsson, augnlæknir, tekur í sama streng. Hann segir miklar tækniframfarir verða í augnlækningum árlega og því sé brýnt að nýir augnlæknar hefji störf reglulega svo hægt sé að tileinka sér nýja tækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×