Innlent

Páll fær tæplega 15 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, er með 12 mánaða uppsagnarfrest en þetta staðfesti Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, við fréttastofu.

Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri í vikunni en hann vildi meina að hann nyti ekki nægilega mikils traust hjá stjórn RÚV.

Laun hans eru 1.220.777 krónur á mánuði og mun hann fá þá upphæð greidda næstu tólf mánuði.

Ráðningasamningur Páls er dagsettur 4. september 2010. Kjararáð tekur ákvörðun um laun útvarpsstjóra og er nýjasti úrskurður ráðsins frá 29. júní sl. Grunnlaun Páls eru 845.205 krónur á mánuði. Hann fær að auki greiddar 54 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir. Samtals gera þetta 1.220.777 krónur á mánuði. Árslaun hans eru því 14.649.324 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×