„Eiginkonan er forfallið jólabarn," segir Stefán Hilmarsson 8. desember 2008 09:31 Stefán Hilmarsson vakti fyrst athygli landsmanna þegar hann söng um jólahjól fyrir ríflega tveimur áratugum. Vísir hafði samband við Stefán Hilmarsson sem rær nú á ný mið og sendir í ár frá sér sína fyrstu jólaplötu. Talið hefst á jólahaldi Stefáns. Hvernig eru jólin hjá þér og fjölskyldunni? „Eiginkonan er forfallið jólabarn og leggur mikið upp úr því að hafa húsið skreytt og hlýlegt á aðventunni. Ég get ekki sagt að eitthvað eitt við jólahaldið gleðji mig öðru fremur, heldur reyni ég að njóta allrar aðventunnar og þeirrar hlýlegu stemmningar sem konan skapar á heimilinu." „En öll aðventan er upptaktur að aðfangadegi og maður hlakkar auðvitað mest til þess að eiga það kvöld í fjölskyldufaðmi, njóta matar og þess að leggjast til hvílu með bók í nýþvegnu líninu á aðfaranótt jóladags. Þá er náðarstund," segir Stefán. Hvað ætlið þið að borða á aðfangadag? „Konan er alin upp við rjúpur og kom með þá hefð inn í okkar sambúð. Og þótt ég hafi alist upp við hamborgarhrygg, þá tók ég rjúpunum strax vel og finnst þær nánast ómissandi," viðurkennir Stefán. Eldar þú matinn? „Nei, konan sér alfarið um þá matseld, enda er ég ekki mikill meistarakokkur. En ég sá hins vegar lengi vel um að útbúa eftirrétt samkvæmt uppskrift sem fylgdi mér úr æsku." „En í fyrra brá svo við að ég sleppti því, aðallega vegna þess að synirnir eru ekkert sérlega hrifnir af honum, en auk þess stöndum við vanalega alveg á blístri eftir rjúpurnar og því lítið magamál eftir að loknum aðalrétti. Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég ræðst í það að útbúa eftirréttinn þetta árið," segir Stefán. Ein handa þér „Ég var búinn að ganga með þessa plötu í maganum í hálft annað ár og lögin völdu sig eiginlega sjálf smátt og smátt," svarar Stefán spurður út í jólaplötuna og lagavalið. „Frá upphafi var ákveðið að Snæfinnur snjókarl, Rúdolf rauðtrýndi og Grýla yrðu ekki á leikskýrslunni, enda hafa þeim verið gerð ágæt skil á mörgum plötum." „Öll lögin eru erlend að uppruna og flest ekki upphaflega jólalög - en áttu það sameiginlegt í mínum huga að bera með sér eitthvert jóla-klang og buðu því uppá það að verða sett í jólabúning." „Reyndar eru á plötunni tvö vel þekkt jólalög, enda stæði engin jólaplata undir nafni nema að innihalda a.m.k. eitt sígilt númer. Þessi aðferðafræði er svipuð þeirri sem Björgvin Halldórsson hefur beitt á sínum jólaplötum, en þær eru í uppáhaldi hjá mér. Það var því nánast sjálfgefið að ég fengi hann með mér í einn dúett." „Ellen Kristjánsdóttir og Helgi Björnsson syngja svo með mér sitt hvorn dúettinn og þau völdu sig eiginlega sjálfkrafa einnig því mér fannst lögin kalla á þau bæði tvö," segir Stefán Hilmarsson að lokum. Ein handa þér á tonlist.is. Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Vísir hafði samband við Stefán Hilmarsson sem rær nú á ný mið og sendir í ár frá sér sína fyrstu jólaplötu. Talið hefst á jólahaldi Stefáns. Hvernig eru jólin hjá þér og fjölskyldunni? „Eiginkonan er forfallið jólabarn og leggur mikið upp úr því að hafa húsið skreytt og hlýlegt á aðventunni. Ég get ekki sagt að eitthvað eitt við jólahaldið gleðji mig öðru fremur, heldur reyni ég að njóta allrar aðventunnar og þeirrar hlýlegu stemmningar sem konan skapar á heimilinu." „En öll aðventan er upptaktur að aðfangadegi og maður hlakkar auðvitað mest til þess að eiga það kvöld í fjölskyldufaðmi, njóta matar og þess að leggjast til hvílu með bók í nýþvegnu líninu á aðfaranótt jóladags. Þá er náðarstund," segir Stefán. Hvað ætlið þið að borða á aðfangadag? „Konan er alin upp við rjúpur og kom með þá hefð inn í okkar sambúð. Og þótt ég hafi alist upp við hamborgarhrygg, þá tók ég rjúpunum strax vel og finnst þær nánast ómissandi," viðurkennir Stefán. Eldar þú matinn? „Nei, konan sér alfarið um þá matseld, enda er ég ekki mikill meistarakokkur. En ég sá hins vegar lengi vel um að útbúa eftirrétt samkvæmt uppskrift sem fylgdi mér úr æsku." „En í fyrra brá svo við að ég sleppti því, aðallega vegna þess að synirnir eru ekkert sérlega hrifnir af honum, en auk þess stöndum við vanalega alveg á blístri eftir rjúpurnar og því lítið magamál eftir að loknum aðalrétti. Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég ræðst í það að útbúa eftirréttinn þetta árið," segir Stefán. Ein handa þér „Ég var búinn að ganga með þessa plötu í maganum í hálft annað ár og lögin völdu sig eiginlega sjálf smátt og smátt," svarar Stefán spurður út í jólaplötuna og lagavalið. „Frá upphafi var ákveðið að Snæfinnur snjókarl, Rúdolf rauðtrýndi og Grýla yrðu ekki á leikskýrslunni, enda hafa þeim verið gerð ágæt skil á mörgum plötum." „Öll lögin eru erlend að uppruna og flest ekki upphaflega jólalög - en áttu það sameiginlegt í mínum huga að bera með sér eitthvert jóla-klang og buðu því uppá það að verða sett í jólabúning." „Reyndar eru á plötunni tvö vel þekkt jólalög, enda stæði engin jólaplata undir nafni nema að innihalda a.m.k. eitt sígilt númer. Þessi aðferðafræði er svipuð þeirri sem Björgvin Halldórsson hefur beitt á sínum jólaplötum, en þær eru í uppáhaldi hjá mér. Það var því nánast sjálfgefið að ég fengi hann með mér í einn dúett." „Ellen Kristjánsdóttir og Helgi Björnsson syngja svo með mér sitt hvorn dúettinn og þau völdu sig eiginlega sjálfkrafa einnig því mér fannst lögin kalla á þau bæði tvö," segir Stefán Hilmarsson að lokum. Ein handa þér á tonlist.is.
Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira