Stúdentar með 25% afslætti Sverrir Páll Erlendsson skrifar 27. mars 2014 07:00 Nú er að líða önnur vika verkfalls í framhaldsskólunum og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Menntamálaráðherra rak skyndilega flein í samningagerðina og tefur verkið. Hann fékk þá flugu í kollinn að hann gæti skorið 25% af námi til stúdentsprófs á samningafundum við kennara. Þá pólitík er erfitt að skilja og fyrir þessari skerðingu hef ég ekki séð nein fagleg rök, einungis fjárhagsleg. Ég er andvígur því að meta nám og skólastarf eftir reiknilíkani. Skóli er ekki verksmiðja. Hann er menningarstofnun. Það er líka erfitt að skilja af hverju ráðherra hamast svona á bóklegu námi – það er ódýrasta námið. Það er ágætt takmark að stytta nám til stúdentsprófs svo nemendur verði stúdentar 19 ára en ekki tvítugir. Það er bara ekki sama hvernig það er gert. Samjöfnuður við annarra þjóða fólk er ekki einhlítur. Fólk sem lýkur stúdentsprófi ári fyrr getur komist ári fyrr í háskóla. En Íslendingar sem ljúka fjögurra ára framhaldsskólanámi hafa unnið með náminu a.m.k. 3 mánuði á ári í 4 ár margvísleg störf. Heils árs vinnureynsla er ekki í veganesti stúdentanna í nágrannalöndunum, sem taka sér gjarnan frí frá námi 1-2 ár áður en þeir byrja í háskóla.Skera, skera! Ríkisendurskoðun hefur sagt að ekki verði lengra gengið í að skera niður framhaldsskólana. Í stað þess að afla skólunum aukins fjár til að bæta upp margra ára stórhættulegan skaða af niðurskurði grípur ráðherrann þetta tækifæri til þess að skerða starfsemi framhaldsskólanna enn meira. Höggva af þeim heilt ár í námi þannig að eftir standi þrír fjórðu hlutar af því sem framhaldsskólarnir eru nú. Það á að spara peninga með því að skera niður nám (og nota eitthvað af þeim peningum sem sparast til að hækka laun kennara!!!). Lengra nær kenningin ekki. Hvar eru hin faglegu rök? Búa reiknimeistarar ráðuneytisins yfir menntunarlegum markmiðum með niðurskurðinum? Mun hann bæta nám eða kennslu? Ekki hef ég heyrt um það talað. Fagleg markmið náms og kennslu ættu þó að ráða þegar fjallað er um breytingar á skóla. Hver eru helstu fagleg rök gegn þessari aðferð styttingar framhaldsskólans? Þau eru í meginatriðum á þá leið að með því að stytta nám um eitt ár af fjórum minnkar yfirferð námsefnis til stúdentsprófs – þ.e. til inngöngu í háskóla – um fjórðung. Einnig mun þjálfun í námstækni og vinnuaðferðum nauðsynlegum fyrir háskólanám skerðast um fjórðung. Í staðinn fyrir 100% stúdent nú stæðum við uppi með 75% stúdent. Er heppilegt veganesti inn í háskóla veraldarinnar að bjóða upp á Bónus-stúdenta með 25% afslætti? Nei.Vantar fjölbreytni Það þarf að taka til í skólakerfinu með öðru en að draga úr námi. Það hefur lengi verið hægt að ljúka stúdentsprófi á 3 árum í áfangaskólum og Kvennaskólinn hefur fundið álitlega leið til þess nýverið. En skólarnir þurfa að geta boðið fjölbreyttari leiðir til náms, sem gætu vakið áhuga þeirra sem ekki ætla í háskóla eða hefðbundna iðn. Einn möguleikinn er að brautskrá nemendur eftir tveggja ára nám með framhalds(skóla)próf. En það þarf að vera markmið með svoleiðis prófi. Það þarf að gefa réttindi svo einhver vilji ljúka því. Ég hef í mínum skóla lagt fram hugmyndir að tveggja ára réttindanámi, sem ekki er hægt að vinna að á meðan niðurskurðarhnífur ríkisins skefur merginn innan úr beinum menntaskólanna, sem er refsað fyrir að vera bara bóknámsskólar. En því skal líka haldið til haga að á undanförnum árum hefur verið unnið gríðarlega mikið þróunarstarf í mörgum framhaldsskólunum og það er alrangt hjá ráðherra að þeir séu úreltir og hafi ekki verið nútímavæddir. Fyrir allmörgum árum var grunnskólanámið lengt um eitt ár, sex ára bekkurinn bættist við, lokabekkurinn varð tíundi bekkur, en ekki níundi, eins og verið hafði. Ég hef engan hitt sem hefur sagt að nemendur komi betur undirbúnir í framhaldsskóla eftir 10 ára grunnskólanám en eftir 9 ár. Í einhverju styttingarkastinu var prófað að flýta fyrir framhaldsskólanáminu með því að senda byrjunaráfanga framhaldsskóla niður í tíunda bekk. Ég hef ekki heyrt að nemendur sem koma úr 10. bekk hafi stærðfræði 103 eða íslensku 103 á takteinum. Ein leið til styttingar væri að stytta grunnskólann um eitt ár. Það má líka nefna það. Sumir framhaldsskólar hafa tekið inn nemendur að loknum 9. bekk. Það hefur gengið vel. Þetta hentar mörgum en ekki öllum, það þurfa heldur ekki allir að vera eins. Þeir sem kjósa þessa leið verða stúdentar ári fyrr, og það mætti fjölga mikið í þessum hópi nemenda. Þeir sem eru andlega, líkamlega og námslega undirbúnir fái að ganga inn í framhaldsskóla að loknum 9. bekk. Tíundabekkingar yrðu svipaðir og gagnfræðaprófsnemendur á tímum landsprófsins og gætu komið í framhaldsskóla síðar. Þegar á allt er litið hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að ráðamenn skerði ekki menntun í framhaldsskólum. Það þyrfti að auka hana og bæta. Það verður ekki gert með fjársvelti og niðurskurði, ekki með því að skerða nám til stúdentsprófs. Það verður fyrst og fremst gert með því að rífa skólakerfið úr helfjötrum reiknilíkana og reiknimeistara og sýna því virðingu. Þetta snýst um fólk, nemendur, kennara, nám, kennslu, menntun, menningu, vinnuþjálfun, verkkunnáttu, færni, virðingu, víðsýni og árangur. Ekki tölur í excelskjali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú er að líða önnur vika verkfalls í framhaldsskólunum og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Menntamálaráðherra rak skyndilega flein í samningagerðina og tefur verkið. Hann fékk þá flugu í kollinn að hann gæti skorið 25% af námi til stúdentsprófs á samningafundum við kennara. Þá pólitík er erfitt að skilja og fyrir þessari skerðingu hef ég ekki séð nein fagleg rök, einungis fjárhagsleg. Ég er andvígur því að meta nám og skólastarf eftir reiknilíkani. Skóli er ekki verksmiðja. Hann er menningarstofnun. Það er líka erfitt að skilja af hverju ráðherra hamast svona á bóklegu námi – það er ódýrasta námið. Það er ágætt takmark að stytta nám til stúdentsprófs svo nemendur verði stúdentar 19 ára en ekki tvítugir. Það er bara ekki sama hvernig það er gert. Samjöfnuður við annarra þjóða fólk er ekki einhlítur. Fólk sem lýkur stúdentsprófi ári fyrr getur komist ári fyrr í háskóla. En Íslendingar sem ljúka fjögurra ára framhaldsskólanámi hafa unnið með náminu a.m.k. 3 mánuði á ári í 4 ár margvísleg störf. Heils árs vinnureynsla er ekki í veganesti stúdentanna í nágrannalöndunum, sem taka sér gjarnan frí frá námi 1-2 ár áður en þeir byrja í háskóla.Skera, skera! Ríkisendurskoðun hefur sagt að ekki verði lengra gengið í að skera niður framhaldsskólana. Í stað þess að afla skólunum aukins fjár til að bæta upp margra ára stórhættulegan skaða af niðurskurði grípur ráðherrann þetta tækifæri til þess að skerða starfsemi framhaldsskólanna enn meira. Höggva af þeim heilt ár í námi þannig að eftir standi þrír fjórðu hlutar af því sem framhaldsskólarnir eru nú. Það á að spara peninga með því að skera niður nám (og nota eitthvað af þeim peningum sem sparast til að hækka laun kennara!!!). Lengra nær kenningin ekki. Hvar eru hin faglegu rök? Búa reiknimeistarar ráðuneytisins yfir menntunarlegum markmiðum með niðurskurðinum? Mun hann bæta nám eða kennslu? Ekki hef ég heyrt um það talað. Fagleg markmið náms og kennslu ættu þó að ráða þegar fjallað er um breytingar á skóla. Hver eru helstu fagleg rök gegn þessari aðferð styttingar framhaldsskólans? Þau eru í meginatriðum á þá leið að með því að stytta nám um eitt ár af fjórum minnkar yfirferð námsefnis til stúdentsprófs – þ.e. til inngöngu í háskóla – um fjórðung. Einnig mun þjálfun í námstækni og vinnuaðferðum nauðsynlegum fyrir háskólanám skerðast um fjórðung. Í staðinn fyrir 100% stúdent nú stæðum við uppi með 75% stúdent. Er heppilegt veganesti inn í háskóla veraldarinnar að bjóða upp á Bónus-stúdenta með 25% afslætti? Nei.Vantar fjölbreytni Það þarf að taka til í skólakerfinu með öðru en að draga úr námi. Það hefur lengi verið hægt að ljúka stúdentsprófi á 3 árum í áfangaskólum og Kvennaskólinn hefur fundið álitlega leið til þess nýverið. En skólarnir þurfa að geta boðið fjölbreyttari leiðir til náms, sem gætu vakið áhuga þeirra sem ekki ætla í háskóla eða hefðbundna iðn. Einn möguleikinn er að brautskrá nemendur eftir tveggja ára nám með framhalds(skóla)próf. En það þarf að vera markmið með svoleiðis prófi. Það þarf að gefa réttindi svo einhver vilji ljúka því. Ég hef í mínum skóla lagt fram hugmyndir að tveggja ára réttindanámi, sem ekki er hægt að vinna að á meðan niðurskurðarhnífur ríkisins skefur merginn innan úr beinum menntaskólanna, sem er refsað fyrir að vera bara bóknámsskólar. En því skal líka haldið til haga að á undanförnum árum hefur verið unnið gríðarlega mikið þróunarstarf í mörgum framhaldsskólunum og það er alrangt hjá ráðherra að þeir séu úreltir og hafi ekki verið nútímavæddir. Fyrir allmörgum árum var grunnskólanámið lengt um eitt ár, sex ára bekkurinn bættist við, lokabekkurinn varð tíundi bekkur, en ekki níundi, eins og verið hafði. Ég hef engan hitt sem hefur sagt að nemendur komi betur undirbúnir í framhaldsskóla eftir 10 ára grunnskólanám en eftir 9 ár. Í einhverju styttingarkastinu var prófað að flýta fyrir framhaldsskólanáminu með því að senda byrjunaráfanga framhaldsskóla niður í tíunda bekk. Ég hef ekki heyrt að nemendur sem koma úr 10. bekk hafi stærðfræði 103 eða íslensku 103 á takteinum. Ein leið til styttingar væri að stytta grunnskólann um eitt ár. Það má líka nefna það. Sumir framhaldsskólar hafa tekið inn nemendur að loknum 9. bekk. Það hefur gengið vel. Þetta hentar mörgum en ekki öllum, það þurfa heldur ekki allir að vera eins. Þeir sem kjósa þessa leið verða stúdentar ári fyrr, og það mætti fjölga mikið í þessum hópi nemenda. Þeir sem eru andlega, líkamlega og námslega undirbúnir fái að ganga inn í framhaldsskóla að loknum 9. bekk. Tíundabekkingar yrðu svipaðir og gagnfræðaprófsnemendur á tímum landsprófsins og gætu komið í framhaldsskóla síðar. Þegar á allt er litið hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að ráðamenn skerði ekki menntun í framhaldsskólum. Það þyrfti að auka hana og bæta. Það verður ekki gert með fjársvelti og niðurskurði, ekki með því að skerða nám til stúdentsprófs. Það verður fyrst og fremst gert með því að rífa skólakerfið úr helfjötrum reiknilíkana og reiknimeistara og sýna því virðingu. Þetta snýst um fólk, nemendur, kennara, nám, kennslu, menntun, menningu, vinnuþjálfun, verkkunnáttu, færni, virðingu, víðsýni og árangur. Ekki tölur í excelskjali.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun