Lífið

Geggjuð sundföt fyrir sumarið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Á heimasíðu tískumerkisins Nasty Gal er hægt að finna ótalmörg, skemmtileg og flippuð sundföt fyrir sumarið. Bæði er hægt að kaupa þar bikiní og sundboli og er verðið á bilinu tíu til tuttugu þúsund krónur.

Sophia Amoruso stofnaði Nasty Gal árið 2006 en fyrst um sinn seldi hún aðeins „vintage“-vörur á uppboðssíðunni eBay. Í dag er merkið hins vegar orðið heimsþekkt og afar vinsælt og ekki skemmir fyrir að það sendir vörur til Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.