Lífið

Forsetaframbjóðandi hittir geimverur hjá Shirley MacLaine

Dennis Kucinich
Dennis Kucinich MYND/Getty
Shirley MacLaine heldur því fram í nýjustu bók sinni að stjórnmálamaðurinn Dennis Kucinich hefði orðið fyrir meiriháttar andlegri upplifun á heimili sínu þegar hann sá fljúgandi furðuhlut. Dennis er einn þeirra sem sækist eftir útnefningu sem forsetaefni demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar.

,,Hann elti rósailminn út á svalir, þegar hann leit upp sá hann risavaxna þríhyrningslaga flaug, sem sveif hljóðlaust og fylgdist með honum" skrifar MacLaine í bókina ,,Sage-ing While Age-ing" ,,Hann sagðist hafa fundið fyrir tengingu í hjarta sínu og að rödd í höfði hans hafi gefið honum leiðbeiningar."

Shirley MacLaine er vel þekkt fyrir áhuga sinn á andlegum málefnum og trúir staðfastlega á endurholdgun, og líf á öðrum hnöttum.

Talsmaður Kucinich vildi ekki tjá sig um málið þegar New York Times leitaði eftir því.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.