Offramleiðsla lambakjöts Kristján E. Guðmundsson skrifar 14. desember 2010 06:00 Þegar ég var unglingur að alast upp vestur á Snæfellsnesi á 6. áratug síðustu aldar kom í heimasveit mína bandarískur maður sem fékk þar vinnu. Eftir nokkurra mánaða dvöl var hann orðinn leiður á lambakjöti og fór að langa í kjúkling í matinn sem hann var vanur heiman frá sér sem hversdagsmat. Hann spurðist fyrir um það hvort ekki væri hægt að fá slíkan mat. Það spurðist hins vegar fljótt um sveitina að þar væri komin „hænsnaæta" og vissu menn ekkert fyrirlitlegra. Leit hans um sveitina bar ekki árangur og vildu bændur í sveitinni alls ekki að hann legði sér til munns varphænur þeirra. Lambakjöt skyldi hann éta og hana nú ! Síðan þessir atburðir áttu sér stað hefur mikið vatn til sjávar runnið. Þá var búið á hverju koti og menn tóku allt sumarið i að heyja fyrir rollurnar þar sem hver hönd stórfjölskyldunnar var nýtt til að slá, raka og rifja. Nú er öldin önnur, menn heyja fyrir 10 sinnum stærri bú á 2-3 vikum með stórvirkum vélum , smábýlin víðast aflögð, heilu sveitirnar eru víða nánast komnar í eyði. Um það bil 7 árum eftir að bandaríska hænsnaætan var að leita að varphænum sér til matar hóf veitingastaður í Reykjavík að bjóða þennan skelfilega mat, kjúkling, og meira að segja ætlaðist til að menn borðuðu hann með fingrunum ! - og viti menn smá saman fór hann að fást í kjötverslunum og einnig annað kjöt, sem Íslendingar lögðu sér helst ekki til munns, svínakjöt. Ég held að hvergi hafi átt sér stað eins mikil bylting í menningu okkar á síðustu 50 árum en í matarmenningu. Það er himinn og haf á milli þess sem ungt fólk vill borða í dag og þess sem ég ólst upp við. Auk þess hefur alþjóðavæðingin haldið á fullu innreið sína í matarmenningu okkar. Fólk ferðast, kynnist annars konar mat, kryddi o.s.frv. Auk þess hafa innflytjendur sett mark sitt á matarmenningu okkur og auðgað hana. En hefur framleiðslukerfi okkar aðlagað sig breyttum neysluvenjum? Nei, ekki nema að litlu leiti. Sett voru á stofn kjúklinga- og svínabú, sem mættu aukinni eftirspurn. Þessi bú njóta ekki niðurgreiðslna á framleiðslu sinni og framleiðsla og sala standast nokkurn veginn á. Þegar hins vegar neysla á lambakjöti minkaði smá saman í hlutfalli við aukna kjúklinga- og svínakjötsneyslu juku menn framleiðsluna á lambakjöti. Ástæðan var einföld. Lambkjötsframleiðsla var stórlega styrkt af skattgreiðendum í landinu sem hvatti til aukinnar framleiðslu þar sem styrkirnir voru (og eru) bundnir framleiðslumagni. Menn sáu sér því hag í því að framleiða sem mest, óháð sölu. Ríkið tryggði kaup á öllu framleiddu lambakjöti sem svo hlóðst upp í frystigeymslum með ærnum geymslukostnaði. Þegar kjötfjallið var orðið ærið og kostnaður óhóflegur að mati stjórnvalda, var kjötið svo úðað með grænu eiturefni og urðað með stórvirkum jarðýtum ! - Nú gekk þetta svo fram af fólki að ráðamenn sáu ástæðu til einhverrar bragarbótar. Komið var á útflutningsskyldu sem svo var afnumin fyrir nokkrum árum. En hvernig hefur þróunin verið hin síðustu ár? Fyrir tveimur árum fór neysla á kjúklingakjöti fram úr lambakjötinu og nú er það komið í þriðja sæti, á eftir svínakjöti. En áfram héldu menn að framleiða lambakjöt enda styrkir bundnir framleiðslu. Ekki gátu menn grafið það og SÍS frystigeymslurnar farnar svo því varð áfram að koma úr landi. Ef framleiðsla og sala kindakjöts er skoðuð sl. 10 ár (sjá töflu ) má sjá að framleiðsla hefur verið töluverð umfram neyslu innanlands, allt frá 16% og uppí 31%. Árið 2008 tókst að auka sölu innanlands með dýru markaðsátaki en nú er allt komið í sama horfið, út þarf að flytja um 1/3 af allri framleiðslu. Nú vill svo til að þessi framleiðsla nýtur mikils fjárstuðnings frá skattgreiðendum í formi beingreiðslna til bænda. Á síðustu fjárlögum var það 3,1 milljarður kr. sem þýðir að skattgreiðendur hér á landi eru að greiða um 1 milljarð á ári fyrir framleiðslu á kjöti ofaní útlendinga ! Útflutningur á lambakjöti fyrir allt þetta tímabil sem taflan sýnir, 2000-2009, nemur tæpum 16.600 tonnum. Miðað við beingreiðslur dagsins í dag (og að þær hafi haldið verðgildi sínu sem er á núvirði um 350 kr. á kg,) hafa íslenskir skattgreiðendur greitt niður lambakjöt til útlendinga á þessum 10 árum um sem nemur 5,8 milljörðum kr. Í haust boðaði svo forstjóri SS að ekki yrði hækkað afurðaverð til sauðfjárbænda þar sem ljóst væri að meira en 30% af framleiðslu þeirra í ár yrði að fara í útflutning þar sem miklu lægra verð fengist. Með beingreiðslum í ár er þetta þá komið í um 8 milljarða kr. frá aldamótum!! Og nú þarf að skerða þjónustu á sjúkrahúsum víða um land og biðlistar lengjast. Nú er vitað að margar sveitir eru frá fornu fari háðar framleiðslu sauðfjár og það er mikilvægt að viðhalda byggð í landinu. En það gerum við ekki með þessu móti. Það þarf að breyta í grundvallaratriðum stuðningskerfi við landbúnaðinn. Það verður að aftengja stuðninginn framleiðslunni þannig að hann hvetji ekki til offramleiðslu eins og nú er. - Og hvar er náttúruverndarfólkið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var unglingur að alast upp vestur á Snæfellsnesi á 6. áratug síðustu aldar kom í heimasveit mína bandarískur maður sem fékk þar vinnu. Eftir nokkurra mánaða dvöl var hann orðinn leiður á lambakjöti og fór að langa í kjúkling í matinn sem hann var vanur heiman frá sér sem hversdagsmat. Hann spurðist fyrir um það hvort ekki væri hægt að fá slíkan mat. Það spurðist hins vegar fljótt um sveitina að þar væri komin „hænsnaæta" og vissu menn ekkert fyrirlitlegra. Leit hans um sveitina bar ekki árangur og vildu bændur í sveitinni alls ekki að hann legði sér til munns varphænur þeirra. Lambakjöt skyldi hann éta og hana nú ! Síðan þessir atburðir áttu sér stað hefur mikið vatn til sjávar runnið. Þá var búið á hverju koti og menn tóku allt sumarið i að heyja fyrir rollurnar þar sem hver hönd stórfjölskyldunnar var nýtt til að slá, raka og rifja. Nú er öldin önnur, menn heyja fyrir 10 sinnum stærri bú á 2-3 vikum með stórvirkum vélum , smábýlin víðast aflögð, heilu sveitirnar eru víða nánast komnar í eyði. Um það bil 7 árum eftir að bandaríska hænsnaætan var að leita að varphænum sér til matar hóf veitingastaður í Reykjavík að bjóða þennan skelfilega mat, kjúkling, og meira að segja ætlaðist til að menn borðuðu hann með fingrunum ! - og viti menn smá saman fór hann að fást í kjötverslunum og einnig annað kjöt, sem Íslendingar lögðu sér helst ekki til munns, svínakjöt. Ég held að hvergi hafi átt sér stað eins mikil bylting í menningu okkar á síðustu 50 árum en í matarmenningu. Það er himinn og haf á milli þess sem ungt fólk vill borða í dag og þess sem ég ólst upp við. Auk þess hefur alþjóðavæðingin haldið á fullu innreið sína í matarmenningu okkar. Fólk ferðast, kynnist annars konar mat, kryddi o.s.frv. Auk þess hafa innflytjendur sett mark sitt á matarmenningu okkur og auðgað hana. En hefur framleiðslukerfi okkar aðlagað sig breyttum neysluvenjum? Nei, ekki nema að litlu leiti. Sett voru á stofn kjúklinga- og svínabú, sem mættu aukinni eftirspurn. Þessi bú njóta ekki niðurgreiðslna á framleiðslu sinni og framleiðsla og sala standast nokkurn veginn á. Þegar hins vegar neysla á lambakjöti minkaði smá saman í hlutfalli við aukna kjúklinga- og svínakjötsneyslu juku menn framleiðsluna á lambakjöti. Ástæðan var einföld. Lambkjötsframleiðsla var stórlega styrkt af skattgreiðendum í landinu sem hvatti til aukinnar framleiðslu þar sem styrkirnir voru (og eru) bundnir framleiðslumagni. Menn sáu sér því hag í því að framleiða sem mest, óháð sölu. Ríkið tryggði kaup á öllu framleiddu lambakjöti sem svo hlóðst upp í frystigeymslum með ærnum geymslukostnaði. Þegar kjötfjallið var orðið ærið og kostnaður óhóflegur að mati stjórnvalda, var kjötið svo úðað með grænu eiturefni og urðað með stórvirkum jarðýtum ! - Nú gekk þetta svo fram af fólki að ráðamenn sáu ástæðu til einhverrar bragarbótar. Komið var á útflutningsskyldu sem svo var afnumin fyrir nokkrum árum. En hvernig hefur þróunin verið hin síðustu ár? Fyrir tveimur árum fór neysla á kjúklingakjöti fram úr lambakjötinu og nú er það komið í þriðja sæti, á eftir svínakjöti. En áfram héldu menn að framleiða lambakjöt enda styrkir bundnir framleiðslu. Ekki gátu menn grafið það og SÍS frystigeymslurnar farnar svo því varð áfram að koma úr landi. Ef framleiðsla og sala kindakjöts er skoðuð sl. 10 ár (sjá töflu ) má sjá að framleiðsla hefur verið töluverð umfram neyslu innanlands, allt frá 16% og uppí 31%. Árið 2008 tókst að auka sölu innanlands með dýru markaðsátaki en nú er allt komið í sama horfið, út þarf að flytja um 1/3 af allri framleiðslu. Nú vill svo til að þessi framleiðsla nýtur mikils fjárstuðnings frá skattgreiðendum í formi beingreiðslna til bænda. Á síðustu fjárlögum var það 3,1 milljarður kr. sem þýðir að skattgreiðendur hér á landi eru að greiða um 1 milljarð á ári fyrir framleiðslu á kjöti ofaní útlendinga ! Útflutningur á lambakjöti fyrir allt þetta tímabil sem taflan sýnir, 2000-2009, nemur tæpum 16.600 tonnum. Miðað við beingreiðslur dagsins í dag (og að þær hafi haldið verðgildi sínu sem er á núvirði um 350 kr. á kg,) hafa íslenskir skattgreiðendur greitt niður lambakjöt til útlendinga á þessum 10 árum um sem nemur 5,8 milljörðum kr. Í haust boðaði svo forstjóri SS að ekki yrði hækkað afurðaverð til sauðfjárbænda þar sem ljóst væri að meira en 30% af framleiðslu þeirra í ár yrði að fara í útflutning þar sem miklu lægra verð fengist. Með beingreiðslum í ár er þetta þá komið í um 8 milljarða kr. frá aldamótum!! Og nú þarf að skerða þjónustu á sjúkrahúsum víða um land og biðlistar lengjast. Nú er vitað að margar sveitir eru frá fornu fari háðar framleiðslu sauðfjár og það er mikilvægt að viðhalda byggð í landinu. En það gerum við ekki með þessu móti. Það þarf að breyta í grundvallaratriðum stuðningskerfi við landbúnaðinn. Það verður að aftengja stuðninginn framleiðslunni þannig að hann hvetji ekki til offramleiðslu eins og nú er. - Og hvar er náttúruverndarfólkið?
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun