Þagnarmúrinn rofinn Ólína Þorvarðardóttir skrifar 16. mars 2012 06:00 Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna. Sem fyrsti flutningsmaður málsins fagna ég niðurstöðunni og tel að hér sé á ferðinni mikil réttarbót fyrir íslenskan almenning þar sem bein frumkvæðisskylda stjórnvalda varðandi upplýsingagjöf hefur ekki verið innleidd í íslenska löggjöf áður. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á síðasta ári, í kjölfar þess að upp komst um mikla díoxíðmengun frá nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landsbyggðinni. Kom í ljós að búfjárafurðir í námunda við sorpeyðingarstöðina Funa í Skutulsfirði voru díoxíðmengaðar, og að opinberir eftirlitsaðilar höfðu haft vitneskju um að díoxíðmengun frá Funa hafði verið tugfalt yfir viðmiðunarmörkum um langt skeið. Opinberir eftirlitsaðilar, sveitarfélagið og umhverfisyfirvöld sættu harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi og upplýsingaskort, enda hafði almenningi ekki verið gerð grein fyrir menguninni fyrr en Mjólkursamsalan fann díoxíðmengun í mjólk kúa frá bænum Engidal og málið komst í hámæli. Skömmu síðar kom í ljós að sorpeyðingarstöðin á Kirkjubæjarklaustri – sem stendur á skólalóð sveitarfélagsins – hafði um allnokkurt skeið valdið díoxíðmengun sem var hundraðfalt yfir mörkum, án þess að foreldrar skólabarnanna sem léku sér í námunda hefðu um það nokkra vitneskju. Þá reyndust stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa losað mikið díoxíðmagn umfram viðmiðunarmörk. Frá því þetta frumvarp leit fyrst dagsins ljós, á vordögum 2011, hafa ýmsir þeir atburðir orðið sem sanna enn frekar þörfina fyrir lagabreytingu af þessu tagi. Ég læt nægja að nefna tvennt: Kadmíum-mengaðan áburð sem dreift var á tún þrátt fyrir vitneskju opinberra eftirlitsaðila um innihaldið, og iðnaðarsalt í matvælum sem árum saman var látið viðgangast með þegjandi samþykki hins opinbera. Nú er þessum þagnarkafla vonandi lokið. Hér eftir þurfa stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar ekki að velkjast í vafa um það hvort þeim beri að upplýsa almenning um það þegar losun mengandi efna skapar hættu fyrir heilsu manna eða dýra. Hér eftir má ljóst vera að almenningur á rétt á því að varðveita lífsgæði sín og heilsu og taka ákvarðanir um búsetu og athafnir á grundvelli upplýsinga. Það er hins vegar sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli hafa lagst gegn þessari breytingu og reynt allt fram á síðustu stundu að bregða fæti fyrir frumvarpið. Það segir þó meira en mörg orð um hvaða augum sömu þingmenn líta almannahagsmuni andspænis þrengri hagsmunum rekstraraðila mengandi starfsemi – að ekki sé minnst á afstöðuna til hlutverks opinberrar stjórnsýslu. En lagabreytingin er orðin þrátt fyrir andstöðu sterkra afla. Nú er ljóst að opinberir aðilar mega ekki lengur þegja yfir því sem þeir vita þegar heilsa almennings og lífsgæði eru í húfi. Það er vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna. Sem fyrsti flutningsmaður málsins fagna ég niðurstöðunni og tel að hér sé á ferðinni mikil réttarbót fyrir íslenskan almenning þar sem bein frumkvæðisskylda stjórnvalda varðandi upplýsingagjöf hefur ekki verið innleidd í íslenska löggjöf áður. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á síðasta ári, í kjölfar þess að upp komst um mikla díoxíðmengun frá nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landsbyggðinni. Kom í ljós að búfjárafurðir í námunda við sorpeyðingarstöðina Funa í Skutulsfirði voru díoxíðmengaðar, og að opinberir eftirlitsaðilar höfðu haft vitneskju um að díoxíðmengun frá Funa hafði verið tugfalt yfir viðmiðunarmörkum um langt skeið. Opinberir eftirlitsaðilar, sveitarfélagið og umhverfisyfirvöld sættu harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi og upplýsingaskort, enda hafði almenningi ekki verið gerð grein fyrir menguninni fyrr en Mjólkursamsalan fann díoxíðmengun í mjólk kúa frá bænum Engidal og málið komst í hámæli. Skömmu síðar kom í ljós að sorpeyðingarstöðin á Kirkjubæjarklaustri – sem stendur á skólalóð sveitarfélagsins – hafði um allnokkurt skeið valdið díoxíðmengun sem var hundraðfalt yfir mörkum, án þess að foreldrar skólabarnanna sem léku sér í námunda hefðu um það nokkra vitneskju. Þá reyndust stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa losað mikið díoxíðmagn umfram viðmiðunarmörk. Frá því þetta frumvarp leit fyrst dagsins ljós, á vordögum 2011, hafa ýmsir þeir atburðir orðið sem sanna enn frekar þörfina fyrir lagabreytingu af þessu tagi. Ég læt nægja að nefna tvennt: Kadmíum-mengaðan áburð sem dreift var á tún þrátt fyrir vitneskju opinberra eftirlitsaðila um innihaldið, og iðnaðarsalt í matvælum sem árum saman var látið viðgangast með þegjandi samþykki hins opinbera. Nú er þessum þagnarkafla vonandi lokið. Hér eftir þurfa stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar ekki að velkjast í vafa um það hvort þeim beri að upplýsa almenning um það þegar losun mengandi efna skapar hættu fyrir heilsu manna eða dýra. Hér eftir má ljóst vera að almenningur á rétt á því að varðveita lífsgæði sín og heilsu og taka ákvarðanir um búsetu og athafnir á grundvelli upplýsinga. Það er hins vegar sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli hafa lagst gegn þessari breytingu og reynt allt fram á síðustu stundu að bregða fæti fyrir frumvarpið. Það segir þó meira en mörg orð um hvaða augum sömu þingmenn líta almannahagsmuni andspænis þrengri hagsmunum rekstraraðila mengandi starfsemi – að ekki sé minnst á afstöðuna til hlutverks opinberrar stjórnsýslu. En lagabreytingin er orðin þrátt fyrir andstöðu sterkra afla. Nú er ljóst að opinberir aðilar mega ekki lengur þegja yfir því sem þeir vita þegar heilsa almennings og lífsgæði eru í húfi. Það er vel.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun