Innlent

Árni Ragnar Árnason látinn

Árni Ragnar Árnason alþingismaður lést á líknardeild Landspítalans í gær, mánudaginn 16. ágúst, 63 ára að aldri. Árni Ragnar var fyrst kosinn á Alþingi árið 1991 sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Hann var þingmaður Suðurkjördæmis frá 2003 til dánardægurs. Á Alþingi átti hann sæti í fjölmörgum fastanefndum. Þá var hann fulltrúi þingflokksins í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Árni skilur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×