Ábyrgar þorskveiðar við Ísland vottaðar 16. desember 2010 06:00 cv Veiðar Íslendinga á þorski í íslenskri fiskveiðilögsögu hafa hlotið vottun sem byggist á ströngustu kröfum sem settar eru á alþjóðavettvangi. Vottunin staðfestir ábyrga fiskveiðistjórnun og góða umgengni um auðlindir sjávar. Fiskifélag Íslands, sem í eru helstu samtök hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi, hafði forgöngu um að byggja upp vottunarverkefnið á Íslandi, en það byggir á alþjóðlegum staðli; leiðbeinandi reglum matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um vottun fiskveiða og siðareglum FAO um ábyrgð í fiskimálum. Írska fyrirtækið Global Trust Certification (GTC) var fengið til að gera úttekt á stefnu og framkvæmd í þorskveiðum Íslendinga og hefur gefið út vottorð sem staðfestir að þorskveiðarnar samræmist alþjóðlegum kröfum. Peter Marshall, framkvæmdastjóri GTC, sagði við afhendingu á vottunarskírteininu í Sjóminjasafninu Víkinni í gær að vottunin sýndi að þorskveiðum Íslendinga væri vel stjórnað og af ábyrgð. „Ísland hefur hér rutt veginn í vottunarmálum sem fleiri þjóðir og svæði eru nú í auknum mæli að fara, meðal annars Alaska og Kanada.“ Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir áfangann mikilvægan fyrir Ísland. „Við sjáum fram á að íslenskar sjávarafurðir eigi enn greiðari leið inn á mikilvæga markaði og að útflutningstekjur af sjávarafurðum verði áfram mikilvæg burðarstoð í okkar efnahagslífi.“ Vottunin er mikilvæg fyrir íslenskan sjávarútveg, sem fær nú staðfest að greinin mæti kröfum markaðarins um sjálfbæra nýtingu endurnýjanlegra auðlinda. Markmiðið með verkefninu „Iceland Responsible Fisheries“ er að efla bæði innra starf í greininni og kynningu erlendis á íslenskum sjávarafurðum. Gerður hefur verið samningur við Íslandsstofu um kynningu og markaðssetningu. Íslenskur sjávarútvegur skilaði þjóðarbúinu 209 milljörðum í gjaldeyristekjur árið 2009. Útflutningur á þorskafurðum er 36 prósent af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða. svavar@frettabladid.is Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Veiðar Íslendinga á þorski í íslenskri fiskveiðilögsögu hafa hlotið vottun sem byggist á ströngustu kröfum sem settar eru á alþjóðavettvangi. Vottunin staðfestir ábyrga fiskveiðistjórnun og góða umgengni um auðlindir sjávar. Fiskifélag Íslands, sem í eru helstu samtök hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi, hafði forgöngu um að byggja upp vottunarverkefnið á Íslandi, en það byggir á alþjóðlegum staðli; leiðbeinandi reglum matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um vottun fiskveiða og siðareglum FAO um ábyrgð í fiskimálum. Írska fyrirtækið Global Trust Certification (GTC) var fengið til að gera úttekt á stefnu og framkvæmd í þorskveiðum Íslendinga og hefur gefið út vottorð sem staðfestir að þorskveiðarnar samræmist alþjóðlegum kröfum. Peter Marshall, framkvæmdastjóri GTC, sagði við afhendingu á vottunarskírteininu í Sjóminjasafninu Víkinni í gær að vottunin sýndi að þorskveiðum Íslendinga væri vel stjórnað og af ábyrgð. „Ísland hefur hér rutt veginn í vottunarmálum sem fleiri þjóðir og svæði eru nú í auknum mæli að fara, meðal annars Alaska og Kanada.“ Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir áfangann mikilvægan fyrir Ísland. „Við sjáum fram á að íslenskar sjávarafurðir eigi enn greiðari leið inn á mikilvæga markaði og að útflutningstekjur af sjávarafurðum verði áfram mikilvæg burðarstoð í okkar efnahagslífi.“ Vottunin er mikilvæg fyrir íslenskan sjávarútveg, sem fær nú staðfest að greinin mæti kröfum markaðarins um sjálfbæra nýtingu endurnýjanlegra auðlinda. Markmiðið með verkefninu „Iceland Responsible Fisheries“ er að efla bæði innra starf í greininni og kynningu erlendis á íslenskum sjávarafurðum. Gerður hefur verið samningur við Íslandsstofu um kynningu og markaðssetningu. Íslenskur sjávarútvegur skilaði þjóðarbúinu 209 milljörðum í gjaldeyristekjur árið 2009. Útflutningur á þorskafurðum er 36 prósent af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira