Lífið

Biffy Clyro-drengir tjá sig um X-Factor

Lag Biffy Clyro tryggði Matt Cardle sigur í X-Factor.
Lag Biffy Clyro tryggði Matt Cardle sigur í X-Factor.
Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um sigur Matts Cardle í breska X-Factor á dögunum. Flutningur Cardle á Biffy Clyro-laginu Many of Horror tryggði honum sigur, en margir hafa beðið eftir viðbrögðum frá hljómsveitinni sem hefur ekki litið á verðlaun frá X-Factor sem merkilegasta pappír heims hingað til.

Viðbrögðin komu loksins í vikunni þegar Biffy Clyro mætti í viðtal á ástralskri útvarpsstöð. Meðlimir hljómsveitarinnar telja að Simon Cowell sjálfur hafi valið lagið fyrir Cardle. „Þetta er allt mjög súrrealískt, en okkur finnst þetta frekar fyndið,“ sagði Ben Johnston, trommari Biffy Clyro, en hljómsveitin er stödd í Ástralíu að hita upp fyrir Muse. „Þetta er ekki stór bransi í Bretlandi. Allir þekkja alla og sérstaklega í tónlistarbransanum. Cowell hefur sagt að þetta sé frábært lag þannig að hann hefur örugglega mælt með því.“

Spurður hvernig honum líst á útgáfuna á laginu gaf hann einfalt svar: „Þetta er X-Factor-útgáfa af laginu.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.