Lífið

Raymond besti gamanþátturinn

Gamanþættirnir sívinsælu Everybody Loves Raymond hlutu Emmy-verðlaunin í flokki gamanþátta í gærkvöldi og skutu þar með nýrri þáttum á borð við Eiginkonurnar aðþrengdu ref fyrir rass. Í flokki dramaþátta urðu þættirnir um strandaglópana í Lost hlutskarpastir. ABC-sjónvarpsstöðin þótti vera sigurvegari kvöldsins, enda framleiðir stöðin bæði Lost-þættina og þættina um Aðþrengdar eiginkonur en þær hlutu tvenn af stærstu verðlaununum, þrátt fyrir að Raymond gamli hafi haft af þeim stærsta hnossið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.