Innlent

Góður skíðadagur um mest allt land

Þetta er góður skíðadagur um mest allt land. Nægur snjór er á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins þar sem veður er gott. Hlíðarfjall verður opið frá klukkan tvö en þar ekki mikill snjór. Menn kvarta hins vegar hvorki yfir snjóleysi á skíðasvæði Tindastóls við Sauðárkrók né á Siglufirði. Kalt er á svæði Tindastóls þar sem er 12 stiga frost og éljagangur en forstöðumaðurinn var samt brattur í samtali við fréttastofu og sagði færi ágætt. Á Siglufirði er sjö stiga frost og smá snjómugga en enginn vindur að sögn forstöðumanns og ágætis færi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×