Hommar, lesbíur og hinsegin jólatónleikar 7. desember 2012 07:00 Hinsegin kórinn er óhræddur við að vera öðruvísi og á til að setja konur í karlmannsraddir og öfugt ef það passar. fréttablaðið/Vilhelm „Við viljum leggja áherslu á að við séum hinsegin kór með því að gera hluti hinsegin. Til dæmis tökum við gömul lög og snúum aðeins út úr þeim, setjum hinsegin tvist á þau,“ segir Auður Emilsdóttir, ritari í stjórn Hinsegin kórsins. Hinsegin kórinn heldur sína fyrstu jólatónleika í Iðnó þann 13. desember næstkomandi og er kórinn nú í miklum ham við undirbúning. „Okkar tónleikar eru öðruvísi en aðrir því við leggjum enga ofuráherslu á jólalög og erum ekki heldur með þessa klassísku kóratónlist. Jólalögin eru auðvitað með í dagskránni á þessum tónleikum, en við syngjum líka popptónlist og dægurlög í bland. Í raun tökum við bara tónlistina sem er í uppáhaldi hjá okkur,“ segir Auður. Kórinn hefur verið starfræktur í eitt og hálft ár og hefur á þeim tíma komið fram við ýmis tækifæri, þar á meðal á opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói í haust. Í kórnum eru 35 karlar og konum á öllum aldri og af öllum kynhneigðum. „Við mismunum engum sökum kynhneigðar,“ segir Auður og hlær en kórinn er hagsmunafélag í Samtökunum 78. „Við fáum að æfa í húsnæðinu hjá Samtökunum og erum með í alls konar ákvarðanatökum en erum þó ekki hluti af samtökunum,“ bætir hún við. Auður segir að auk þess að vera rosalega góður leggi kórinn sig fram við að vera skemmtilegur og öðruvísi. „Til dæmis veigrum við okkur ekki við því að hafa konur í karlaröddum og öfugt ef okkur þykir slíkt henta. Við erum galopin fyrir öllum slíkum breytingum,“ segir hún. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Við viljum leggja áherslu á að við séum hinsegin kór með því að gera hluti hinsegin. Til dæmis tökum við gömul lög og snúum aðeins út úr þeim, setjum hinsegin tvist á þau,“ segir Auður Emilsdóttir, ritari í stjórn Hinsegin kórsins. Hinsegin kórinn heldur sína fyrstu jólatónleika í Iðnó þann 13. desember næstkomandi og er kórinn nú í miklum ham við undirbúning. „Okkar tónleikar eru öðruvísi en aðrir því við leggjum enga ofuráherslu á jólalög og erum ekki heldur með þessa klassísku kóratónlist. Jólalögin eru auðvitað með í dagskránni á þessum tónleikum, en við syngjum líka popptónlist og dægurlög í bland. Í raun tökum við bara tónlistina sem er í uppáhaldi hjá okkur,“ segir Auður. Kórinn hefur verið starfræktur í eitt og hálft ár og hefur á þeim tíma komið fram við ýmis tækifæri, þar á meðal á opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói í haust. Í kórnum eru 35 karlar og konum á öllum aldri og af öllum kynhneigðum. „Við mismunum engum sökum kynhneigðar,“ segir Auður og hlær en kórinn er hagsmunafélag í Samtökunum 78. „Við fáum að æfa í húsnæðinu hjá Samtökunum og erum með í alls konar ákvarðanatökum en erum þó ekki hluti af samtökunum,“ bætir hún við. Auður segir að auk þess að vera rosalega góður leggi kórinn sig fram við að vera skemmtilegur og öðruvísi. „Til dæmis veigrum við okkur ekki við því að hafa konur í karlaröddum og öfugt ef okkur þykir slíkt henta. Við erum galopin fyrir öllum slíkum breytingum,“ segir hún. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira