Erlent

Andlitsgrímur uppseldar

MYND/AP
Flensulyfið Tamiflu er uppselt í apótekum í Belgrad í Serbíu. Þar óttatst menn að fuglaflensufaraldur kunni að breiðast út eftir að upp komst að veiran hafði fundist í Rúmeníu sem og í Tyrklandi. Tuttuguþúsund andlitsgrímur hafa einnig selst í borginni á tveimur dögum. Veiran hefur fundist í sýnum teknum úr rúmenskum öndum og þar með staðfest að smitið hefur borist til Evróppu. Evrópusambandið hefur nú þegar bannað allan innflutning á fuglakjöti og hafa flestar aðrar þjóðir á meginlandi Evrópu fylgt því fordæmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×