Lífið

Búsið gæti drepið Britney

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Það hefur ýmislegt gengið á hjá barnastjörnunni fyrrverandi.
Það hefur ýmislegt gengið á hjá barnastjörnunni fyrrverandi.

John Sundahl, áfengisráðgjafi Britney Spears, hefur varað hana við því að hætti hún ekki að drekka gæti hún dáið. ,,Ég sagði henni að ef hún falli, haldi ég ekki að hún lifi það af" sagði Sundahl. ,,Ef þú vilt ekki að verða edrú fyrir sjálfa þig, gerðu það þá fyrir börnin þín"

Sundahl segir að Britney hafi dottið í það nokkrum sinnum frá því að hún lauk meðferð á Promises meðferðarstofnuninni fyrir tveimur mánuðum.

,,Hana langar að hætta" sagði ráðgjafinn, sem sjálfur er óvirkur alkóhólisti. Hann segir að hún hafi breytt hegðun sinni og verði ekki lengur blindfull og drepist á hverju kvöldi.

Heimildamenn National Enquirer halda því fram að stjarnan sé langt því frá að þurrka sig upp. Sést hafi til hennar á Havaí, þar sem hún drakk kokteila á sundlaugarbakka meðan börnin hennar tvö léku sér í lauginni með frænku hennar og lífvörðum.

Britney hafi dáið áfengisdauða og frænkan og lífverðir þurft að sjá um börnin, sem eru 21 og 9 mánaða gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.