Innlent

Fjárhagur til endurskoðunar

Starfshópur á vegum menntamálaráðherra vinnur að því að endurskoða reiknilíkan fyrir rekstur og fjárhag Háskólans á Akureyri. Þetta kom fram í utandagskrárumræðum um málefni háskólans á Alþingi í gær. Málshefjandi var Hlynur Hallsson, þingmaður vinstri grænna. Hann ræddi mikilvægi og öran vöxt skólans. Nú glímdi hann hins vegar við sársaukafullan niðurskurð og framtíðaruppbygging hans væri í hættu. Hlynur gat þess að skólinn greiddi þrisvar sinnum hærri leigu af nýju einkareknu rannsóknarhúsnæði en gerðist á almennum markaði og yfirvöld hefðu ekki tekið mið af því. Einar Már Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, upplýsti að fjárlaganefnd hefði farið fram á gögn um leiguverð og kostnað skólans vegna nýja rannsóknahúsnæðisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði að nemendafjöldi skólans hefði tvöfaldast á fimm árum og skólinn glímdi við vaxtarverki. Nú væri hugað að gæðakröfum og stöðugleika í rekstri hans. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×