Erlent

Ban Ki-moon í Búrma

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna er staddur í Búrma til þess að kynna sér aðstæður í landinu sem varð illa úti í fellibylnum Nargis fyrir þremur vikum. Ki-moon mun ferðast um Irrawaddy árósasvæðið þar sem fellybylurinn olli mestum skemmdum.

Aðalritarinn mun einnig hitta foringja herforingjastjórnarinnar í Burma, Than Shwe, en stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu fyrir að koma í veg fyrir að björgunarlið geti beytt sér af öllum mætti í landinu.

Hundruð þúsunda hafa misst heimili sín í landinu og um tvær og hálf milljón manna hafa á einn eða annan hátt orðið fyrir barðinu á Nargis. Sameinuðu þjóðirnar meta það sem svo að minna en fjórðungur þess fólks hafi fengið aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×