Innlent

SUS heiðrar Margréti Pálu og Viðskiptaráð

Samband ungra sjálfstæðismanna afhenti í dag Frelsisverðlaun SUS sem gefin eru til heiðurs Kjartani Gunnarssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Að þessu sinni hlutu verðlaunin Margréta Pálu Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, og Viðskiptaráð Íslands.

"Að mati SUS hefur Margrét Pála með störfum sínum verið framúrskarandi fyrirmynd öllum þeim sem í krafti eigin hugmyndaauðgi og dugnaðar skapa nýja valmöguleika fyrir meðborgara sína og stuðla þannig að bættu samfélagi. Margrét Pála er sannur frumkvöðull og hefur ekki ráðist á garðinn sem hann er lægstur heldur stundað nýsköpun sína í atvinnugrein þar sem hið opinbera hefur löngum verið plássfrekt. Það hefur því þurft einarðan vilja, óbilandi sjálfstrú og þrautseigju til þess að koma á fót því glæsilega fyrirtæki sem Hjallastefnan er. Það er afrek Margrétar Pálu að bjóða upp á raunverulegan valkost í menntakerfinu. Þannig geta foreldrar tekið afstöðu til þess hvaða aðferðir þeir telji bestar í þeim uppeldisstörfum sem unnin eru á leikskólum og í grunnskólum," segir í tilkynningu frá SUS.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×