Innlent

Ljótasta ráðherrataska í heimi?

Skjalataska Iðnaðarráðherra er án efa ein ræfilslegasta ráðherrataska í heimi. Össur Skarphéðinsson segir að taskan sé fullgóð en ætti kannski frekar að vera í fjármálaráðuneytinu, aðspurður um hvort taskan væri tákn um sparnað í iðnaðarráðuneytinu.

 

Það er að minnsta kosti tvennt í jarðneskum gæðum sem íslenskir ráðherrar virðast allir eiga sameiginlegt, þeir eru auðvitað allir ráðherrabílum, sem eru flestir með drif á öllum hjólum og klárir í ófærur og átök við snjó, og auðvitað skjalatöskurnar sem eru býsna mismunandi eins og bílarnir.

 

Össur Skarphéðinsson segir að sín taska hafi algjör sérstöðu, hún sé keypt í Kólumbíu fyrir rösklega tíu árum og hafi reynst betur en vel. Þótt taskan sé orðin afar snjáð og vægast sagt lúin finnst Össuri hann ekki fullklæddur fyrr en hann er kominn með töskuna í hendurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×