Erlent

Tsvangirai ætlar heim til sín

Morgan Tsvangirai. Mynd/ AFP.
Morgan Tsvangirai. Mynd/ AFP.

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabve, hyggst snúa aftur heim til sín á laugardaginn, þrátt fyrir að fréttir hermi að búið sé að skipuleggja banatilræði gagnvart honum.

Tsvangirai hefur verið á ferðalagi síðan í apríl til þess að afla stuðnings við flokk sinn. Hann sigraði Robert Mugabe í forsetakosningum í mars, en náði ekki nægilega mörgum atkvæðum til að koma í veg fyrir að halda þyrfti aðra umferð í kosningunum.

Upphaflega stóð til að Tsvangirai sneri heim til sín um síðustu helgi en hann hætti við vegna ótta við tilræði gegn sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×