Hafa sjálfstraust til að meta hvað tókst vel og hvað miður 17. nóvember 2010 06:00 Jóhanna Harpa Árnadóttir starfar sem verkfræðingur í kerskála álversins á Grundartanga. Fréttablaðið/GVA Verkfræðingafélag Íslands vinnur að endurskoðun siðareglna sinna svo að þær endurspegli betur kröfur breyttra tíma til starfsins. „Eftir því sem verkefni verkfræðinga hafa orðið fjölbreyttari og þjóðfélagið flóknara hefur þörfin aukist fyrir einfaldar, almennar reglur sem gætu þjónað sem almennur siðlegur hornsteinn fyrir öll störf sem verkfræðingar takast á við í krafti menntunar sinnar,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélagsins. „Það hefur mikið breyst í vinnuumhverfi verkfræðinga, bæði með tölvuvæðingu og rafrænni upplýsingamiðlun. Eins má nefna uppgang og hrun bankakerfisins.“ „Verkfræðingar hafa gegnt veigamiklu hlutverki í uppbyggingu landsins og samfélagsins og eru meðvitaðir um að stéttin eigi líka að taka þátt í þeim breytingum sem nú eiga sér stað,“ segir Jóhanna. Þannig taki stéttin hlutverk sitt alvarlega og sýni að hún ætli áfram að vera traustsins verð. Gildandi siðareglur verkfræðinga eru að stofni frá 1955 en voru endurskoðaðar 1993. Sú endurskoðun, sem nú sér fyrir endann á og verður rædd á ráðstefnu félagsins á miðvikudag, hófst vorið 2008. Síðastliðið vor var slembiúrtak stéttarinnar kallað til fundar með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem siðareglur voru til umræðu. Jóhanna segir að niðurstaðan sé sú að hverfa frá áherslu á ítarlegar reglur um samband verkkaupa og verksala og leggja þess í stað áherslu á fáar en gagnsæjar meginreglur þar sem fjallað er um virðingu og jafnrétti, faglega ábyrgð og ráðvendni og samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. „Verkfræðingar eru stétt sem hefur nógu mikið faglegt og siðferðilegt sjálfstraust til að meta hvað tókst vel og hvað tókst miður vel,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir. peturg@frettabladid.is Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Verkfræðingafélag Íslands vinnur að endurskoðun siðareglna sinna svo að þær endurspegli betur kröfur breyttra tíma til starfsins. „Eftir því sem verkefni verkfræðinga hafa orðið fjölbreyttari og þjóðfélagið flóknara hefur þörfin aukist fyrir einfaldar, almennar reglur sem gætu þjónað sem almennur siðlegur hornsteinn fyrir öll störf sem verkfræðingar takast á við í krafti menntunar sinnar,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélagsins. „Það hefur mikið breyst í vinnuumhverfi verkfræðinga, bæði með tölvuvæðingu og rafrænni upplýsingamiðlun. Eins má nefna uppgang og hrun bankakerfisins.“ „Verkfræðingar hafa gegnt veigamiklu hlutverki í uppbyggingu landsins og samfélagsins og eru meðvitaðir um að stéttin eigi líka að taka þátt í þeim breytingum sem nú eiga sér stað,“ segir Jóhanna. Þannig taki stéttin hlutverk sitt alvarlega og sýni að hún ætli áfram að vera traustsins verð. Gildandi siðareglur verkfræðinga eru að stofni frá 1955 en voru endurskoðaðar 1993. Sú endurskoðun, sem nú sér fyrir endann á og verður rædd á ráðstefnu félagsins á miðvikudag, hófst vorið 2008. Síðastliðið vor var slembiúrtak stéttarinnar kallað til fundar með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem siðareglur voru til umræðu. Jóhanna segir að niðurstaðan sé sú að hverfa frá áherslu á ítarlegar reglur um samband verkkaupa og verksala og leggja þess í stað áherslu á fáar en gagnsæjar meginreglur þar sem fjallað er um virðingu og jafnrétti, faglega ábyrgð og ráðvendni og samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. „Verkfræðingar eru stétt sem hefur nógu mikið faglegt og siðferðilegt sjálfstraust til að meta hvað tókst vel og hvað tókst miður vel,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira