Ekki gott ástand fyrir Icesave 17. nóvember 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að það hefur lítið til þessa máls spurst síðustu vikurnar sé pólitíska ástandið á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann, og fleiri, eru þeirrar skoðunar að ekki sé frjór jarðvegur fyrir Icesave. Ræðst það til dæmis af áhrifum landsdómsmálsins, fjöldamótmæla og átaka um lausnir á skuldamálum heimilanna. „Ég get ekki séð að hægt sé að koma með þetta mál upp núna, að það eigi að ganga frá kröfu upp á segjum hundrað milljarða, ef við núvirðum þetta ekki, á sama tíma og staða skuldamála heimilanna er eins og hún er og hér til umræðu fjárlög með verulegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu,“ segir Sigmundur. Tveir ráðherrar, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, hafa í viðtölum verið bjartsýnir á gang málsins. Í samtali við Reuter í byrjun mánaðarins sagðist Össur telja að viðræðum lyki innan mánaðar og skömmu áður sagðist Steingrímur, á Stöð 2, vonast til að málið skýrðist mjög fljótt. Nokkuð er um liðið frá því að þeir lýstu þessu yfir en lítið spurst af samningum fyrr en í fyrrakvöld og í gær þegar fjallað var um málið í fréttum. Sigmundur Davíð telur málið hafa tekið undarlega stefnu. „Mér heyrist fjármálaráðherra telja sig geta klárað dæmið og hafa reynt að fá Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið til að bakka sig upp í því. Hann hefur meðal annars fengið Samtök atvinnulífsins til að hringja í þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Það er kostulegt að kommarnir séu að fá kapítalistana til að aðstoða sig við að koma þessu í gegn hjá Sjálfstæðisflokknum.“ Hann segist ekki vita til að nokkuð nýtt liggi fyrir frá því sem var fyrir nokkrum vikum eða jafnvel mánuðum. Þá hafi margt vantað upp á til að hægt væri að tala um samninga. „Við fengum til dæmis ekki svör við spurningum um hvort verið væri að tala um gamla samninginn með nýjum tölum eða hvort gera ætti grundvallarbreytingar á honum.“ Sigmundur kveðst kannast við umræður um þær tölur sem nefndar hafi verið, til dæmis, um þriggja prósenta vexti, níu mánaða vaxtahlé og að um 60 milljarðar króna kunni að falla á ríkissjóð. „En það var ákveðið að gera ekki neitt með þetta heldur bíða enda voru menn sammála um að ekkert lægi á.“ Aukinheldur hafi ekkert fengist á pappír. Mat Sigmundar er að ekki sé nóg með að pólitíska ástandið nú um stundir bjóði ekki upp á umræður um Icesave heldur sé hagstætt að bíða. „Ég held að það liggi ekkert á með þetta mál og að það sé miklu skynsamlegra að taka það upp síðar. Eftir því sem tíminn líður minnkar óvissan. Við sjáum þá betur hvernig fer með þrotabú Landsbankans sem er aðalatriðið í þessu, svo lengi sem menn greiði ekki vexti á meðan. Ég held að menn ættu ekki að flýta sér í þessu.“ bjorn@frettabladid.is Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
„Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að það hefur lítið til þessa máls spurst síðustu vikurnar sé pólitíska ástandið á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann, og fleiri, eru þeirrar skoðunar að ekki sé frjór jarðvegur fyrir Icesave. Ræðst það til dæmis af áhrifum landsdómsmálsins, fjöldamótmæla og átaka um lausnir á skuldamálum heimilanna. „Ég get ekki séð að hægt sé að koma með þetta mál upp núna, að það eigi að ganga frá kröfu upp á segjum hundrað milljarða, ef við núvirðum þetta ekki, á sama tíma og staða skuldamála heimilanna er eins og hún er og hér til umræðu fjárlög með verulegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu,“ segir Sigmundur. Tveir ráðherrar, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, hafa í viðtölum verið bjartsýnir á gang málsins. Í samtali við Reuter í byrjun mánaðarins sagðist Össur telja að viðræðum lyki innan mánaðar og skömmu áður sagðist Steingrímur, á Stöð 2, vonast til að málið skýrðist mjög fljótt. Nokkuð er um liðið frá því að þeir lýstu þessu yfir en lítið spurst af samningum fyrr en í fyrrakvöld og í gær þegar fjallað var um málið í fréttum. Sigmundur Davíð telur málið hafa tekið undarlega stefnu. „Mér heyrist fjármálaráðherra telja sig geta klárað dæmið og hafa reynt að fá Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið til að bakka sig upp í því. Hann hefur meðal annars fengið Samtök atvinnulífsins til að hringja í þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Það er kostulegt að kommarnir séu að fá kapítalistana til að aðstoða sig við að koma þessu í gegn hjá Sjálfstæðisflokknum.“ Hann segist ekki vita til að nokkuð nýtt liggi fyrir frá því sem var fyrir nokkrum vikum eða jafnvel mánuðum. Þá hafi margt vantað upp á til að hægt væri að tala um samninga. „Við fengum til dæmis ekki svör við spurningum um hvort verið væri að tala um gamla samninginn með nýjum tölum eða hvort gera ætti grundvallarbreytingar á honum.“ Sigmundur kveðst kannast við umræður um þær tölur sem nefndar hafi verið, til dæmis, um þriggja prósenta vexti, níu mánaða vaxtahlé og að um 60 milljarðar króna kunni að falla á ríkissjóð. „En það var ákveðið að gera ekki neitt með þetta heldur bíða enda voru menn sammála um að ekkert lægi á.“ Aukinheldur hafi ekkert fengist á pappír. Mat Sigmundar er að ekki sé nóg með að pólitíska ástandið nú um stundir bjóði ekki upp á umræður um Icesave heldur sé hagstætt að bíða. „Ég held að það liggi ekkert á með þetta mál og að það sé miklu skynsamlegra að taka það upp síðar. Eftir því sem tíminn líður minnkar óvissan. Við sjáum þá betur hvernig fer með þrotabú Landsbankans sem er aðalatriðið í þessu, svo lengi sem menn greiði ekki vexti á meðan. Ég held að menn ættu ekki að flýta sér í þessu.“ bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira