Aðstaða hælisleitenda á Íslandi Toshiki Toma skrifar 21. júní 2007 04:00 Í gær, 20. júní var alþjóðadagur flóttamanna. Ég er reglulega í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Um 15-25 manns að meðaltali, sem leita hælis á Íslandi, búa í Reykjanesbæ. Það er ekki mikill fjöldi manna en alls sóttu 38 um hæli á Íslandi í fyrra. Að fá leyfi til þess að búa hér er ekki auðvelt. Umsókn um hæli fer í gegnum ítarlega rannsókn sem tekur langan tíma. Sumir af þeim hælisleitendum sem nú búa í Reykjanesbæ hafa þegar beðið eftir viðbrögðum dómsmálayfirvaldanna í eitt til tvö ár. Fæstir hælisleitendanna eru með atvinnuleyfi og þurfa því að drepa tímann liðlangan daginn, alla daga. Að sjálfsögðu er eftirsóknarvert og nauðsynlegt að hælisumsókn verði afgreidd án tafar og að umsækjendur fái sanngjarnan úrskurð. En í rauninni virðist vera þörf fyrir ýmsar úrbætur í aðstæðum hælisleitenda. Þær varða t.d. aðstæður þeirra á meðan á biðtíma stendur (vinna, menntun, heilsugæsla, tilgangur hvers dags o.fl.), aðstæður gistiheimilis og samskipti milli umsækjenda og viðkomandi yfirvalda. Tökum dæmi: Þótt reglugerðir kveði á um að hælisleitendur skuli fá staðfestingu skráningar hjá Útlendingastofnun, þá virðist vera brotalöm á framkvæmdinni og fólkið hefur ekki skilríki sem sanna nafn þess og lagalega stöðu hérlendis. Fyrir einu og hálfu ári lenti einn hælisleitenda í bílslysi og þar sem hann var ekki með skilríki urðu nokkur vandræði. Var Útlendingastofnun þá bent á þessi vandkvæði en samt hafa engar úrbætur orðið. Svarið er alltaf „málið er í vinnslu". Málið er raunar í glatkistu. Hver er ástæða þess? Nú ætla ég að vera diplómatískur og vil ekki saka neinn af viðkomandi aðilum fyrir vanrækslu eða tillitsleysi. Mér sýnist ástæðan sem veldur „glatkistu-einkennamynstrinu" vera sú staðreynd að málefni hælisleitenda eru geymd í skugga samfélagsins og falin fyrir augum almennings. Auk þess kynnast margir málum hælisleitenda aðeins í umfjöllun dagblaða sem oft eru í hneykslunarstíl. Slíkt er ekki bara skaðlegt fyrir málefnið, heldur ýtir því lengra inn í skuggann. Þannig eru hælismál sett neðar en önnur mál sem bíða úrbóta og njóta ekki forgangs. Mér finnst afar nauðsynlegt og sanngjarnt að almenningur fái að þekkja hælismálin og axla ábyrgð sína. Hælisleitendur hafa engan þrýstihóp að baki sér. Það hlutverk verður því almenningur að taka að sér. Í þessu samhengi er ég með tillögu. Ég vil hvetja alla alþingismenn til að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykjanesbæ og hitta fólkið og hlusta á það. Ég vil hvetja þingmennina til að kynnast málum hælisleitenda frá fyrstu hendi í staðinn fyrir að fá upplýsingar gegnum þriðja aðila. Íslenska ríkið er aðili að alþjóðlegu samkomulagi um réttindi flóttamanna og hælisleitenda. Mér finnst ekki svo slæmt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða hvernig ástandið raunverulega er. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, 20. júní var alþjóðadagur flóttamanna. Ég er reglulega í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Um 15-25 manns að meðaltali, sem leita hælis á Íslandi, búa í Reykjanesbæ. Það er ekki mikill fjöldi manna en alls sóttu 38 um hæli á Íslandi í fyrra. Að fá leyfi til þess að búa hér er ekki auðvelt. Umsókn um hæli fer í gegnum ítarlega rannsókn sem tekur langan tíma. Sumir af þeim hælisleitendum sem nú búa í Reykjanesbæ hafa þegar beðið eftir viðbrögðum dómsmálayfirvaldanna í eitt til tvö ár. Fæstir hælisleitendanna eru með atvinnuleyfi og þurfa því að drepa tímann liðlangan daginn, alla daga. Að sjálfsögðu er eftirsóknarvert og nauðsynlegt að hælisumsókn verði afgreidd án tafar og að umsækjendur fái sanngjarnan úrskurð. En í rauninni virðist vera þörf fyrir ýmsar úrbætur í aðstæðum hælisleitenda. Þær varða t.d. aðstæður þeirra á meðan á biðtíma stendur (vinna, menntun, heilsugæsla, tilgangur hvers dags o.fl.), aðstæður gistiheimilis og samskipti milli umsækjenda og viðkomandi yfirvalda. Tökum dæmi: Þótt reglugerðir kveði á um að hælisleitendur skuli fá staðfestingu skráningar hjá Útlendingastofnun, þá virðist vera brotalöm á framkvæmdinni og fólkið hefur ekki skilríki sem sanna nafn þess og lagalega stöðu hérlendis. Fyrir einu og hálfu ári lenti einn hælisleitenda í bílslysi og þar sem hann var ekki með skilríki urðu nokkur vandræði. Var Útlendingastofnun þá bent á þessi vandkvæði en samt hafa engar úrbætur orðið. Svarið er alltaf „málið er í vinnslu". Málið er raunar í glatkistu. Hver er ástæða þess? Nú ætla ég að vera diplómatískur og vil ekki saka neinn af viðkomandi aðilum fyrir vanrækslu eða tillitsleysi. Mér sýnist ástæðan sem veldur „glatkistu-einkennamynstrinu" vera sú staðreynd að málefni hælisleitenda eru geymd í skugga samfélagsins og falin fyrir augum almennings. Auk þess kynnast margir málum hælisleitenda aðeins í umfjöllun dagblaða sem oft eru í hneykslunarstíl. Slíkt er ekki bara skaðlegt fyrir málefnið, heldur ýtir því lengra inn í skuggann. Þannig eru hælismál sett neðar en önnur mál sem bíða úrbóta og njóta ekki forgangs. Mér finnst afar nauðsynlegt og sanngjarnt að almenningur fái að þekkja hælismálin og axla ábyrgð sína. Hælisleitendur hafa engan þrýstihóp að baki sér. Það hlutverk verður því almenningur að taka að sér. Í þessu samhengi er ég með tillögu. Ég vil hvetja alla alþingismenn til að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykjanesbæ og hitta fólkið og hlusta á það. Ég vil hvetja þingmennina til að kynnast málum hælisleitenda frá fyrstu hendi í staðinn fyrir að fá upplýsingar gegnum þriðja aðila. Íslenska ríkið er aðili að alþjóðlegu samkomulagi um réttindi flóttamanna og hælisleitenda. Mér finnst ekki svo slæmt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða hvernig ástandið raunverulega er. Höfundur er prestur innflytjenda.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun