Innlent

Umferðartafir við Mjóddina vegna áreksturs

Minniháttar slys urðu á fólki við áreksturinn
Minniháttar slys urðu á fólki við áreksturinn

Gríðarlegar umferðartafir eru á Reykjanesbrautinni á milli Kópavogs og Reykjavíkur vegna minniháttar umferðarslyss sem varð í nágrenni við Mjóddina nú í morgun. Nokkur bílaröð hefur myndast þar sem ökumenn eru á leið frá Kópavoginum og inn í borgina.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur sjúkrabíll verið kallaður á staðinn en slys á fólki eru ekki alvarleg.

Vegfarandi í bílaröðinni hafði samband við fréttastofu og vildi hvetja ökumenn sem hyggjast aka Reykjanesbrautina að fara aðra leið þennan morguninn.

Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að fara varlega vegna mikillar hálku sem myndaðist snemma morguns.

Lögreglu hefur þegar verið tilkynnt um fimm árekstra í morgun en ekki er ólíklegt að þeir séu enn fleiri sem lögreglu hefur ekki verið tilkynnt um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×