Teitur: Lægsti punkturinn þegar ég var rekinn frá Njarðvík Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 10:30 Teitur Örlygsson gerði upp ferilinn sinn, bæði sem leikmaður og þjálfari, á Stöð 2 Sport í gær. vísir/S2s Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson segir að ein sín súrasta stund á ferlinum hafi verið þegar hann var látinn fara sem þjálfari uppeldisfélagsins Njarðvíkur eftir tímabilið 2008. Teitur settist í stólinn hjá Rikka G í Sportinu í kvöld þar sem Teitur gerði upp magnaðan feril sinn. Hann vann aragrúa af titlum en þjálfaði einnig bæði uppeldisfélagið Njarðvík sem og Stjörnuna. Eftir tímabilið 2008 segir í frétt að Teitur og Njarðvík hefðu komist að samkomulagi um að hann myndi yfirgefa liðið og Teitur segir að þetta hafi verið sárt. „Það eru allir þessar úrslitaleikir sem ég tapaði,“ sagði Teitur um súrustu stundina á ferlinum. „Það er hundleiðinlegt og svo er það þegar ég var rekinn frá Njarðvík. Það var lægsti punkturinn.“ „Það fór illa með mig andlega og ég viðurkenni það. Þetta var erfitt sumar. Það var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Mér fannst það ósanngjarnt og finnst það enn. Við misstum bæði Friðrik Stefánsson og Egil í meiðsli sem voru stóru mennirnir okkar. Við mættum Hlyni Bærings og Snæfell og ég var með Guðmund Jónsson og Jóhann Árna, einhverja unga stráka, bakverði að dekka Hlyn og við dettum út.“ „Mér fannst þetta erfitt því ég þekkti allt fólkið svo vel og ég var virkilega sár. Þetta nagaði mig í góðan tíma eftir þetta. Svo ákvað ég að halda áfram og fyrirgefa öllum því þetta er fólk sem ég hitti og þykir vænt um sem stóð að þessu. Mér leið þá sjálfum mikið betur fyrir vikið en þess vegna er ég svo þakklátur að Stjarnan hafi hringt í mig og gefið mér tækifærið.“ Klippa: Sportið í kvöld - Teitur rekinn 2008 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. UMF Njarðvík Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson segir að ein sín súrasta stund á ferlinum hafi verið þegar hann var látinn fara sem þjálfari uppeldisfélagsins Njarðvíkur eftir tímabilið 2008. Teitur settist í stólinn hjá Rikka G í Sportinu í kvöld þar sem Teitur gerði upp magnaðan feril sinn. Hann vann aragrúa af titlum en þjálfaði einnig bæði uppeldisfélagið Njarðvík sem og Stjörnuna. Eftir tímabilið 2008 segir í frétt að Teitur og Njarðvík hefðu komist að samkomulagi um að hann myndi yfirgefa liðið og Teitur segir að þetta hafi verið sárt. „Það eru allir þessar úrslitaleikir sem ég tapaði,“ sagði Teitur um súrustu stundina á ferlinum. „Það er hundleiðinlegt og svo er það þegar ég var rekinn frá Njarðvík. Það var lægsti punkturinn.“ „Það fór illa með mig andlega og ég viðurkenni það. Þetta var erfitt sumar. Það var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Mér fannst það ósanngjarnt og finnst það enn. Við misstum bæði Friðrik Stefánsson og Egil í meiðsli sem voru stóru mennirnir okkar. Við mættum Hlyni Bærings og Snæfell og ég var með Guðmund Jónsson og Jóhann Árna, einhverja unga stráka, bakverði að dekka Hlyn og við dettum út.“ „Mér fannst þetta erfitt því ég þekkti allt fólkið svo vel og ég var virkilega sár. Þetta nagaði mig í góðan tíma eftir þetta. Svo ákvað ég að halda áfram og fyrirgefa öllum því þetta er fólk sem ég hitti og þykir vænt um sem stóð að þessu. Mér leið þá sjálfum mikið betur fyrir vikið en þess vegna er ég svo þakklátur að Stjarnan hafi hringt í mig og gefið mér tækifærið.“ Klippa: Sportið í kvöld - Teitur rekinn 2008 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
UMF Njarðvík Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira