Lífið

Boy George dæmdur sekur

Audun Carlsen og Boy George.
Audun Carlsen og Boy George.

Boy George, 47 ára, var sakfelldur fyrir dómi í dag fyrir að hafa hlekkjað Norðmanninn Audun Carlsen, 29 ára, við krók í svefnherberginu hjá sér og barið hann síðan með keðju.

Í janúar verður dómur yfir Boy George kveðinn upp.

Boey og Audun kynntust í gegnum stefnumótalínu og þá tók Boy af þeim erótískar ljósmyndir.

Audun segir að Boy hafi misst stjórn á skapi sínu því hann neitaði að eiga við hann kynmök.

Boy heldur því fram að hann hafi gripið til ofbeldis þegar hann kom að Audun þar sem hann var að skoða myndir í tölvunnni hans.

Eftir að hafa þolað pyntingar gamla poppgoðsins tókst Auduni að strjúka á nærbuxunum og leita griða í næstu sjoppu.

Audun seldi nýverið norsku slúðurfréttablaði sögu sína.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.