Fara varlega með réttinn til að gleymast Snærós Sindradóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Tvö hundruð sjötíu og fimm Íslendingar hafa óskað eftir því við Google að fá að gleymast. Beiðnin felur í sér að leitarniðurstöður séu fjarlægðar af vefnum án þess að upprunalega vefsíðan sé fjarlægð. Google hefur orðið við beiðninni um að fjarlægja leitarniðurstöður um Íslendinga í 35,9 prósent tilfella en það er marktækt minna en meðaltal Evrópu þar sem 42,9 prósent beiðna eru samþykktar. Samtals hefur Google fjarlægt 878 leitarniðurstöður um Íslendinga. Opnað var fyrir þennan möguleika í Evrópu árið 2014 í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Lúxemborg þar sem Google var gert að fjarlægja leitarniðurstöður um spænskan mann en uppboð hafði farið fram á heimili hans fyrir síðustu aldamót. Google býður ekki upp á þennan möguleika í Bandaríkjunum. „Google eru dálítið viðkvæmir fyrir þessu fyrirbæri og ekkert mjög hrifnir. Þeir hafa verið að berjast við persónuverndaryfirvöld í Evrópu um að ganga eins skammt og þeir mögulega geta,“ segir Ragnar Tómas Árnason, lögmaður á Logos, sem hefur kynnt sér ítarlega réttinn til að gleymast.Heimildinni til að fjarlægja efni úr leitarniðurstöðum á að beita af varfærni samkvæmt dómi Evrópudómstólsins. Að sögn Ragnars er til dæmis ekki inni í myndinni að þjóðhöfðingjar eða opinberar persónur fái fjarlægðar viðkvæmar fréttir af sér til að hagræða sögunni sér í hag. Sem dæmi um þetta má nefna að Google segir háttsettan embættismann í Ungverjalandi hafa óskað eftir því að Google fjarlægði áratugagamlar fréttir af sakfellingu hans. Ekki var orðið við beiðninni. Google fjarlægði aftur á móti leitarniðurstöður fréttar um kennara í Þýskalandi sem gerðist sekur um minniháttar glæp áratug áður. Markmiðið var að vernda nafn kennarans. Hugmyndin er sú að þetta séu upplýsingar sem samkvæmt einhverju sanngjörnu mati hafa ekki lengur þýðingu fyrir viðkomandi. Eru honum íþyngjandi eða fela það í sér að viðkomandi sætir einhverri útskúfun eða takmörkunum án þess að það teljist vera sanngjarnt,“ segir Ragnar. Þolendur hrellikláms hafa til að mynda óskað eftir að láta fjarlægja leitarniðurstöður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Tvö hundruð sjötíu og fimm Íslendingar hafa óskað eftir því við Google að fá að gleymast. Beiðnin felur í sér að leitarniðurstöður séu fjarlægðar af vefnum án þess að upprunalega vefsíðan sé fjarlægð. Google hefur orðið við beiðninni um að fjarlægja leitarniðurstöður um Íslendinga í 35,9 prósent tilfella en það er marktækt minna en meðaltal Evrópu þar sem 42,9 prósent beiðna eru samþykktar. Samtals hefur Google fjarlægt 878 leitarniðurstöður um Íslendinga. Opnað var fyrir þennan möguleika í Evrópu árið 2014 í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Lúxemborg þar sem Google var gert að fjarlægja leitarniðurstöður um spænskan mann en uppboð hafði farið fram á heimili hans fyrir síðustu aldamót. Google býður ekki upp á þennan möguleika í Bandaríkjunum. „Google eru dálítið viðkvæmir fyrir þessu fyrirbæri og ekkert mjög hrifnir. Þeir hafa verið að berjast við persónuverndaryfirvöld í Evrópu um að ganga eins skammt og þeir mögulega geta,“ segir Ragnar Tómas Árnason, lögmaður á Logos, sem hefur kynnt sér ítarlega réttinn til að gleymast.Heimildinni til að fjarlægja efni úr leitarniðurstöðum á að beita af varfærni samkvæmt dómi Evrópudómstólsins. Að sögn Ragnars er til dæmis ekki inni í myndinni að þjóðhöfðingjar eða opinberar persónur fái fjarlægðar viðkvæmar fréttir af sér til að hagræða sögunni sér í hag. Sem dæmi um þetta má nefna að Google segir háttsettan embættismann í Ungverjalandi hafa óskað eftir því að Google fjarlægði áratugagamlar fréttir af sakfellingu hans. Ekki var orðið við beiðninni. Google fjarlægði aftur á móti leitarniðurstöður fréttar um kennara í Þýskalandi sem gerðist sekur um minniháttar glæp áratug áður. Markmiðið var að vernda nafn kennarans. Hugmyndin er sú að þetta séu upplýsingar sem samkvæmt einhverju sanngjörnu mati hafa ekki lengur þýðingu fyrir viðkomandi. Eru honum íþyngjandi eða fela það í sér að viðkomandi sætir einhverri útskúfun eða takmörkunum án þess að það teljist vera sanngjarnt,“ segir Ragnar. Þolendur hrellikláms hafa til að mynda óskað eftir að láta fjarlægja leitarniðurstöður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira