Innlent

Ölvun stóð skemur að sögn lögreglu

MYND/Björn Gíslason

Þrátt fyrir mikið unglingafyllerí í höfuðborginni seint í gærkvöldi og fram undir klukkan 2 í nótt gengu 17. júní hátíðahöldin stórslysalaust fyrir sig.

Töluverður erill var samt hjá lögreglu við að taka ölvaða unglinga úr umferð og koma þeim síðan í hendur foreldra þeirra. Að sögn lögreglu gekk þetta greiðlega fyrir sig. Lögreglan segir að ölvunun nú hafi staðið mun skemur en venja er til nóttina eftir 17. júní og hafi flestir verið horfnir á brott úr miðborginni um 2- leytið en ekki fjögur eins og algengt er á þessum nóttum. Á landsbyggðinni fór allt fram með rólegum og eðlilegum hætti og lítið að gera hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×