Flugumferðarstjórar boða til vinnustöðvana 18. júní 2008 14:19 Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað tuttugu stuttar vinnustöðvanir dagana 27. júní til 20. júlí næstkomandi. Verkfallsboðunin nær til allra starfandi flugumferðarstjóra í landinu hjá Flugmálastjórn Íslands, Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli og hjá Flugstoðum. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra flugumferðastjóra. Stjórn og trúnaðarráð Félags íslenskra flugumferðarstjóra gerðu tillögu um tuttugu sjálfstæðar fjögurra klukkustunda vinnustöðvanir og voru þær samþykktar í almennri leynilegri atkvæðagreiðslu sem fór fram meðal flugumferðarstjóra dagana 9.til 10. júní síðastliðin. „Þær takmörkuðu aðgerðir sem nú er gripið til eiga sér langan aðdraganda en með þeim freistar Félag íslenskra flugumferðarstjóra þess að þrýsta á stjórnvöld/Flugstoðir að hrinda í framkvæmd tillögum sem svokölluð réttarstöðunefnd á vegum ríkisstjórnarinnar skilaði 30. júní 1997. Niðurstaða nefndarinnar var einróma og líta flugumferðarstjórar svo á að hún sé ígildi kjarasamnings. Flugumferðarstjórar telja sig knúna til að beita verkfallsvopni til að knýja á um að tillögur ríkisvaldsins um ráðstafanir sem eiga að tryggja rekstraröryggi flugumferðarþjónustunnar og sem birtast í nefndarálitinu komist til framkvæmda. Sáttatilraunir Ríkissáttasemjara í deilunni hafa til þessa reynst árangurslausar,“ segir í tilkynningu Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þar segir einnig að flugumferðarstjórar leggi megináherslu á að minnka óhóflegt vinnuálag og leiðrétta kjör flugumferðarstjóra til samræmis við kjör atvinnuflugmanna sem er sú stétt sem nefndin telji hafa samsvarandi ábyrgð og flugumferðarstjórar. „Flugumferðarstjórum á Íslandi hefur ekki fjölgað í samræmi við aukin umsvif í flugi á íslenska flugstjórnarsvæðinu á undanförnum árum, sem hefur að jafnaði verið 7-8% á ári. Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrstu fimm mánuði þessa árs hefur aukist um 13,2% frá því sem var fyrstu fimm mánuði síðasta árs, sem þó var metár. Flugumferðarstjórar hafa alla tíð unnið óhóflega mikla yfirvinnu til að sinna þeirri þjónustu sem íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér í flugumferðarstjórn. Nauðsynlegt er því að fjölga flugumferðarstjórum og draga úr yfirvinnu,“ segir einnig í tilkynningunni. Forsvarsmenn flugumferðarstjóra hafa í vetur og vor fundað með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins, sem fer með samningsréttinn fyrir hönd Flugstoða. Segir í tilkynningunni að tillögum sem fram eru settar í réttarstöðunefndarskýrslunni hafi hafnað og SA neitað að semja við flugumferðarstjóra um sambærileg kjör og samtökin hafi samið um við þá stétt í fluggeiranum sem hefur samsvarandi ábyrgð. „Nú stefnir sem sagt enn í röskun á flugumferðarþjónustunni vegna deilna um kjaramál þrátt fyrir að fyrir liggi fyrirvaralausar tillögur fjármála-, samgöngu- og utanríkisráðuneytis, Flugmálastjórnar og Félags íslenskra flugumferðarstjóra um leiðir til að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist,“ segir Félag íslenskra flugumfarðarstjóra. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað tuttugu stuttar vinnustöðvanir dagana 27. júní til 20. júlí næstkomandi. Verkfallsboðunin nær til allra starfandi flugumferðarstjóra í landinu hjá Flugmálastjórn Íslands, Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli og hjá Flugstoðum. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra flugumferðastjóra. Stjórn og trúnaðarráð Félags íslenskra flugumferðarstjóra gerðu tillögu um tuttugu sjálfstæðar fjögurra klukkustunda vinnustöðvanir og voru þær samþykktar í almennri leynilegri atkvæðagreiðslu sem fór fram meðal flugumferðarstjóra dagana 9.til 10. júní síðastliðin. „Þær takmörkuðu aðgerðir sem nú er gripið til eiga sér langan aðdraganda en með þeim freistar Félag íslenskra flugumferðarstjóra þess að þrýsta á stjórnvöld/Flugstoðir að hrinda í framkvæmd tillögum sem svokölluð réttarstöðunefnd á vegum ríkisstjórnarinnar skilaði 30. júní 1997. Niðurstaða nefndarinnar var einróma og líta flugumferðarstjórar svo á að hún sé ígildi kjarasamnings. Flugumferðarstjórar telja sig knúna til að beita verkfallsvopni til að knýja á um að tillögur ríkisvaldsins um ráðstafanir sem eiga að tryggja rekstraröryggi flugumferðarþjónustunnar og sem birtast í nefndarálitinu komist til framkvæmda. Sáttatilraunir Ríkissáttasemjara í deilunni hafa til þessa reynst árangurslausar,“ segir í tilkynningu Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þar segir einnig að flugumferðarstjórar leggi megináherslu á að minnka óhóflegt vinnuálag og leiðrétta kjör flugumferðarstjóra til samræmis við kjör atvinnuflugmanna sem er sú stétt sem nefndin telji hafa samsvarandi ábyrgð og flugumferðarstjórar. „Flugumferðarstjórum á Íslandi hefur ekki fjölgað í samræmi við aukin umsvif í flugi á íslenska flugstjórnarsvæðinu á undanförnum árum, sem hefur að jafnaði verið 7-8% á ári. Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrstu fimm mánuði þessa árs hefur aukist um 13,2% frá því sem var fyrstu fimm mánuði síðasta árs, sem þó var metár. Flugumferðarstjórar hafa alla tíð unnið óhóflega mikla yfirvinnu til að sinna þeirri þjónustu sem íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér í flugumferðarstjórn. Nauðsynlegt er því að fjölga flugumferðarstjórum og draga úr yfirvinnu,“ segir einnig í tilkynningunni. Forsvarsmenn flugumferðarstjóra hafa í vetur og vor fundað með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins, sem fer með samningsréttinn fyrir hönd Flugstoða. Segir í tilkynningunni að tillögum sem fram eru settar í réttarstöðunefndarskýrslunni hafi hafnað og SA neitað að semja við flugumferðarstjóra um sambærileg kjör og samtökin hafi samið um við þá stétt í fluggeiranum sem hefur samsvarandi ábyrgð. „Nú stefnir sem sagt enn í röskun á flugumferðarþjónustunni vegna deilna um kjaramál þrátt fyrir að fyrir liggi fyrirvaralausar tillögur fjármála-, samgöngu- og utanríkisráðuneytis, Flugmálastjórnar og Félags íslenskra flugumferðarstjóra um leiðir til að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist,“ segir Félag íslenskra flugumfarðarstjóra.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira