Innlent

Hollenskt par með 300 grömm af kóki í Leifsstöð

Hollenskt par um fimmtugt var í dag úrskurðað í gæsluvarðhald til mánudags í Héraðsdómi Reykjaness. Það var handtekið í Leifsstöð í gær með 300 grömm af kókaíni í farteskinu.

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann fíkniefnin í tösku parsins við reglubundið eftirlit. Þau voru að koma frá Amsterdam.

Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins en menn þar á bæ verjast allra frétta.

Parið bætist í hóp tveggja Hollendinga sem nú eru í gæsluvarðhaldi vegna smygls á fíkniefnum. Hollendingur var gripinn í byrjun júní með 800 grömm af krókaíni falin innvortis og síðan var Hollendingur á húsbíl handtekinn í Norrænu á Seyðisfirði í  síðustu víku eftir að hafa reynt að smygla 190 kílóum af hassi með skipinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×