Innlent

Utanríkisráðuneytið styrkir Barnaheill

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi fengu nýverið 10 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til menntaverkefnis samtakanna í N-Úganda.

„Verkefnið sem Barnaheill á Íslandi styðja miðar að því að auka skólaaðgang og bæta gæði menntunar 35 þúsund barna í 20 skólum í Pader héraði til ársins 2010. Stríðsátök í Norður-Úganda hafa sl. 20 ár hafa komið í veg fyrir menntun fjölda barna og er ástandið sérstaklega slæmt í Pader héraði, þar sem fjöldi fólk hefur þurft að flýja heimili sín og stór hluti barna er ekki í skóla," segir í fréttatilkynningu frá Barnaheil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×