Sport

Keflvíkingar einir án þjálfara

Keflvík er eina liðið í Landbankadeild karla í knattspyrnu sem enn hefur ekki ráðið þjálfara. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hafa Keflvíkinga verið í sambandi við Guðjón Þórarson að undanförnu. Guðjón kemur til landsins um helgina og fer yfir málin með Keflvíkingum en þolinmæði Grindvíkinga er á þrotum, þeir hafa gefist upp á að bíða eftir Guðjóni og hefur Milan Stefán Jankovic, fyrrum þjálfari Keflavíkur, tekið við þjálfun meistaraflokks. Keflvíkingar hafa ekki rætt við aðra þjálfara enn sem komið er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×