Ástand golfvalla talið gott eftir veturinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. mars 2016 06:00 Það var töluverður fjöldi fólks að æfa höggin í Básum í Grafarholti þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar þar að garði í gær. Eftirvæntingin fyrir sumrinu er mikil. vísir/pjetur Um 300 manns voru skráðir í golfmót um allt fyrir helgina, en hráslagalegt veður varð til þess að fresta þurfti flestum mótunum. Sigurður Elvar Þórólfsson, upplýsingafulltrúi Golfsambands Íslands, segir að ástand golfvalla virðist vera gott eftir veturinn. „Miðað við hvernig þetta var í fyrra þá er miklu meiri bjartsýni sem ríkir í golfinu,“ segir hann. Sigurður Elvar segir að lítið hafi orðið úr þeim mótum sem fyrirhuguð voru um páskahelgina. „Það var mót í gær (í fyrradag) á Hellishólum en annars fór þetta allt í kuldabola,“ segir Sigurður. Eitthvað hafi verið spilar í Sandgerði en helgin hafi ekki farið eins og búist var við. Sigurður Elvar segir að það séu klúbbarnir út við suðvesturströndina sem fari fyrst í gang með golfmótin og vísar einkum til klúbbanna í Sandgerði og Keflavík. „Þetta eru „spontant“ ákvarðanir sem klúbbar á suðvesturhorninu taka,“ segir hann. „En það opnar ekkert hér í Reykjavík eða við þessa stóru velli fyrr en eftir einhverjar vikur,“ segir Sigurður Elvar og bætir við að menn fari þá í gang í apríl eða byrjun maí. Sigurður Elvar segir að það sé dágóður hópur sem hafi lagt land undir fót undanfarna daga til þess að fá golfþörfinni svalað. „Það eru fleiri hundruð manns núna út um allt á Spáni og í Portúgal að æfa sig yfir páskahátíðina,“ segir hann. Þá segir Sigurður Elvar að mikill fjöldi fólks sé hér heima að æfa sig fyrir sumarið. Hann var sjálfur staddur á æfingasvæðinu í Hraunkoti í Hafnarfirði þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Hérna er allt fullt af fólki að slá golfbolta úti á æfingasvæði. Hérna eru golfhermar og þetta er allt upppantað. Þetta er bara blússandi,“ segir Sigurður Elvar og bendir á að þarna séu púttsvæði og tveir golfhermar sem mikil ásókn sé í. Opnunartímar golfvalla hafa lengst á undanförnum árum. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, sagði í samtali við Markaðinn, fylgiblað Fréttablaðsins, í janúar að golfvellir á Íslandi hefðu tekið miklum breytingum. Meðal annars vegna þess að miklum peningum væri varið í rannsóknir á golfvöllum og að golfvallarstarfsmenn væru betur menntaðir. „Tímabilið hefur lengst alveg gríðarlega, sem er þessari þekkingu að þakka,“ sagði Haukur Örn þá. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Um 300 manns voru skráðir í golfmót um allt fyrir helgina, en hráslagalegt veður varð til þess að fresta þurfti flestum mótunum. Sigurður Elvar Þórólfsson, upplýsingafulltrúi Golfsambands Íslands, segir að ástand golfvalla virðist vera gott eftir veturinn. „Miðað við hvernig þetta var í fyrra þá er miklu meiri bjartsýni sem ríkir í golfinu,“ segir hann. Sigurður Elvar segir að lítið hafi orðið úr þeim mótum sem fyrirhuguð voru um páskahelgina. „Það var mót í gær (í fyrradag) á Hellishólum en annars fór þetta allt í kuldabola,“ segir Sigurður. Eitthvað hafi verið spilar í Sandgerði en helgin hafi ekki farið eins og búist var við. Sigurður Elvar segir að það séu klúbbarnir út við suðvesturströndina sem fari fyrst í gang með golfmótin og vísar einkum til klúbbanna í Sandgerði og Keflavík. „Þetta eru „spontant“ ákvarðanir sem klúbbar á suðvesturhorninu taka,“ segir hann. „En það opnar ekkert hér í Reykjavík eða við þessa stóru velli fyrr en eftir einhverjar vikur,“ segir Sigurður Elvar og bætir við að menn fari þá í gang í apríl eða byrjun maí. Sigurður Elvar segir að það sé dágóður hópur sem hafi lagt land undir fót undanfarna daga til þess að fá golfþörfinni svalað. „Það eru fleiri hundruð manns núna út um allt á Spáni og í Portúgal að æfa sig yfir páskahátíðina,“ segir hann. Þá segir Sigurður Elvar að mikill fjöldi fólks sé hér heima að æfa sig fyrir sumarið. Hann var sjálfur staddur á æfingasvæðinu í Hraunkoti í Hafnarfirði þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Hérna er allt fullt af fólki að slá golfbolta úti á æfingasvæði. Hérna eru golfhermar og þetta er allt upppantað. Þetta er bara blússandi,“ segir Sigurður Elvar og bendir á að þarna séu púttsvæði og tveir golfhermar sem mikil ásókn sé í. Opnunartímar golfvalla hafa lengst á undanförnum árum. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, sagði í samtali við Markaðinn, fylgiblað Fréttablaðsins, í janúar að golfvellir á Íslandi hefðu tekið miklum breytingum. Meðal annars vegna þess að miklum peningum væri varið í rannsóknir á golfvöllum og að golfvallarstarfsmenn væru betur menntaðir. „Tímabilið hefur lengst alveg gríðarlega, sem er þessari þekkingu að þakka,“ sagði Haukur Örn þá. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira