Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð Sæbjörn Steinke skrifar 2. mars 2020 21:33 Borche kom ÍR í úrslit Íslandsmótsins á síðustu leiktíð og er á leið með liðið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. vísir/daníel ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. „Tilfinningin er góð. Við vinnum og tryggjum okkur í úrslitakeppnina. Andlega var erfitt að koma inn eftir mánaðarhlé. Við vorum ekki upp á okkar bestu og lendum fjórtán stigum undir í þriðja leikhluta," sagði Borche. „Við skerptum á varnarleiknum og bættum í baráttuna í lokafjórðungnum. Við fengum á okkur eina villu í þriðja leikhluta og hún kom seint í honum. Ég var ekki ánægður með það. Leikmenn gáfu allt sem þeir áttu í lokafjórðunginn og fjórða tímabilið í röð erum við komnir í úrslitakeppni. Það er það mikilvægasta í þessu." Borche hélt áfram að tala um afrekið að komast í úrslitakeppnina og sagði hann marga hafa efast um ágæti ÍR-liðsins og sumir hafi gengið svo langt að spá liðinu falli. Borche segir sitt lið þurfa að bæta sig mikið ef það ætli sér einhverja hluti í úrslitakeppnina en hversu mikilvægt var það fyrir Borche að sanna fyrir þeim sem efuðust um ÍR-liðið í upphafi móts að meira væri spunnið í liðið en þeir héldu? „Þeir höfðu ekki rangt fyrir sér þegar talað var um að margir væru farnir frá því í fyrra. Við byggðum upp nýtt lið og þó það sé ekki fullkomið jafnvægi í því þá gefa allir allt sem þeir eiga í leikina og þess vegna erum við á þessum stað." „Markmiðið var upphaflega að halda okkur uppi en svo þegar leið á stefndum við á úrslitakeppni, frábært að ná því þegar þrír leikir eru eftir. Nú spilum við upp á stoltið og undirbúum okkur fyrir úrslitakeppnina," sagði Borche að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 90-85 | ÍR öruggt í úrslitakeppni ÍR vann fimm stiga sigur á Þór Þ. eftir spennandi lokakafla í Seljaskóla í kvöld. Georgi Boyanov var frábær hjá heimamönnum og var það hans framlag auk sterkra tauga undir lok leiks sem skóp sigurinn. ÍR er með sigrinum komið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. 2. mars 2020 22:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira
ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. „Tilfinningin er góð. Við vinnum og tryggjum okkur í úrslitakeppnina. Andlega var erfitt að koma inn eftir mánaðarhlé. Við vorum ekki upp á okkar bestu og lendum fjórtán stigum undir í þriðja leikhluta," sagði Borche. „Við skerptum á varnarleiknum og bættum í baráttuna í lokafjórðungnum. Við fengum á okkur eina villu í þriðja leikhluta og hún kom seint í honum. Ég var ekki ánægður með það. Leikmenn gáfu allt sem þeir áttu í lokafjórðunginn og fjórða tímabilið í röð erum við komnir í úrslitakeppni. Það er það mikilvægasta í þessu." Borche hélt áfram að tala um afrekið að komast í úrslitakeppnina og sagði hann marga hafa efast um ágæti ÍR-liðsins og sumir hafi gengið svo langt að spá liðinu falli. Borche segir sitt lið þurfa að bæta sig mikið ef það ætli sér einhverja hluti í úrslitakeppnina en hversu mikilvægt var það fyrir Borche að sanna fyrir þeim sem efuðust um ÍR-liðið í upphafi móts að meira væri spunnið í liðið en þeir héldu? „Þeir höfðu ekki rangt fyrir sér þegar talað var um að margir væru farnir frá því í fyrra. Við byggðum upp nýtt lið og þó það sé ekki fullkomið jafnvægi í því þá gefa allir allt sem þeir eiga í leikina og þess vegna erum við á þessum stað." „Markmiðið var upphaflega að halda okkur uppi en svo þegar leið á stefndum við á úrslitakeppni, frábært að ná því þegar þrír leikir eru eftir. Nú spilum við upp á stoltið og undirbúum okkur fyrir úrslitakeppnina," sagði Borche að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 90-85 | ÍR öruggt í úrslitakeppni ÍR vann fimm stiga sigur á Þór Þ. eftir spennandi lokakafla í Seljaskóla í kvöld. Georgi Boyanov var frábær hjá heimamönnum og var það hans framlag auk sterkra tauga undir lok leiks sem skóp sigurinn. ÍR er með sigrinum komið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. 2. mars 2020 22:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 90-85 | ÍR öruggt í úrslitakeppni ÍR vann fimm stiga sigur á Þór Þ. eftir spennandi lokakafla í Seljaskóla í kvöld. Georgi Boyanov var frábær hjá heimamönnum og var það hans framlag auk sterkra tauga undir lok leiks sem skóp sigurinn. ÍR er með sigrinum komið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. 2. mars 2020 22:00