Enski boltinn

Steve Clarke vill fá Anelka til WBA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nicolas Anelka í leik með Juve á síðasta tímabili.
Nicolas Anelka í leik með Juve á síðasta tímabili. Mynd / Getty Images
Steve Clarke, knattspyrnustjóri WBA, hefur mikinn áhuga á því að klófesta franska framherjann  Nicolas Anelka.

Þessi 34 ára leikmaður er eins og staðan er í dag liðalaus en samningur hans við ítalska félagið Juventus rann út í sumar.

Clarke og Anelka þekkjast vel frá tíma sínum saman hjá Chelsea en Clarke var hluti af þjálfarateymi félagsins þegar framherjinn lék með þeim bláu.

Anelka hefur leikið með fjöldan allan af liðum en ferillinn hófst hjá Paris St. Germain, þaðan var förinni heitið til Arsenal.

Eftir það lék leikmaðurinn fyrir Real Madrid, PSG, Liverpool, Manchester City, Fenerbahce, Bolton, Chelsea, Shanghai Shenhua og núna síðast Juventus.

Romelu Lukaku, framherji WBA, mun líklega snúa til baka til Chelsea en hann hefur verið hjá félaginu á láni. Þá er spurning hvort Nicolas Anelka fylli hans skarð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×