Borgin treystir á rigninguna Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. mars 2016 19:28 Borgin mun ekki þvo (smúla) húsagötur í ár vegna sparnaðar. „Við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar þarf að spara 172 milljónir króna vegna aðhalds í rekstri borgarinnar. Sem liður í þessum sparnaði verða götur borgarinnar ekki smúlaðar líkt og undanfarin ár en þær verða sópaðar. Sveitarfélög annast grunnþjónustu á sínu svæði samkvæmt lögum. Flest verkefni sveitarfélaga eru lögbundin, svo sem rekstur leikskóla og grunnskóla, staðbundin félagsþjónusta, brunamál, skipulagsmál og samgöngumál. Hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaga eru þrif gatna enda er hreint loft og hreinar og greiðfærar götur stór hluti af lífsgæðum íbúa. Á þessu ári verður þvotti (smúlun með vatni) á húsagötum Reykjavíkurborgar hætt. Um er að ræða götur sem hús standa við, eins og nafnið gefur til kynna en ekki breiðgötur. Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur var gert að spara 172 milljónir á þessu ári og þetta er liður í þeim sparnaði. Er þetta ekki skerðing á lögbundinni þjónustu við borgarbúa að þvo ekki göturnar? „Ég myndi ekki líta á þetta þannig. Auðvitað sópum við allar götur og það segir hvergi að við þurfum að þvo þær með vatni. Rigningin hefur yfirleitt hjálpað okkur hér í Reykjavík að halda þeim hreinum. Eins og segi þá munum við meta þetta. Það getur verið að borgin muni koma það illa undan vetri að við ákveðum að þvo göturnar og skera þá niður eitthvað annað í staðinn,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Bent hefur verið á að svifryksmengun aukist ef götur eru ekki þvegnar. Hvað segir þú við þá borgarbúa sem hafa áhyggjur af þessu? „Ég skil alveg þessar áhyggjur en við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum. En auðvitað hlustum við á raddir borgarbúa og metum þetta. Þetta eru þrjár og hálf milljón króna sem sparast með þessu og það er ekki, ef ég má sletta, make or break fyrir okkur. Við bara metum þetta núna,“ segir Ólöf.Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.365/ÞÞKjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að núverandi meirihluti í borginni vilji helst bara eyða peningum í verkefni sem séu skemmtileg. „Of miklir peningar fara í gæluverkefni sem eru ekki hluti af grunnþjónustu. Nú þegar kreppir að þá kemur það niður á grunnþjónustu, því miður. Auðvitað ætti forgangsröðunin að vera öðruvísi. Við ættum að hugsa um grunnþjónustuna fyrst og síðan að sjá hvort eitthvað er afgangs í gæluverkefnin,“ segir Kjartan. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Borgin mun ekki þvo (smúla) húsagötur í ár vegna sparnaðar. „Við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar þarf að spara 172 milljónir króna vegna aðhalds í rekstri borgarinnar. Sem liður í þessum sparnaði verða götur borgarinnar ekki smúlaðar líkt og undanfarin ár en þær verða sópaðar. Sveitarfélög annast grunnþjónustu á sínu svæði samkvæmt lögum. Flest verkefni sveitarfélaga eru lögbundin, svo sem rekstur leikskóla og grunnskóla, staðbundin félagsþjónusta, brunamál, skipulagsmál og samgöngumál. Hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaga eru þrif gatna enda er hreint loft og hreinar og greiðfærar götur stór hluti af lífsgæðum íbúa. Á þessu ári verður þvotti (smúlun með vatni) á húsagötum Reykjavíkurborgar hætt. Um er að ræða götur sem hús standa við, eins og nafnið gefur til kynna en ekki breiðgötur. Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur var gert að spara 172 milljónir á þessu ári og þetta er liður í þeim sparnaði. Er þetta ekki skerðing á lögbundinni þjónustu við borgarbúa að þvo ekki göturnar? „Ég myndi ekki líta á þetta þannig. Auðvitað sópum við allar götur og það segir hvergi að við þurfum að þvo þær með vatni. Rigningin hefur yfirleitt hjálpað okkur hér í Reykjavík að halda þeim hreinum. Eins og segi þá munum við meta þetta. Það getur verið að borgin muni koma það illa undan vetri að við ákveðum að þvo göturnar og skera þá niður eitthvað annað í staðinn,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Bent hefur verið á að svifryksmengun aukist ef götur eru ekki þvegnar. Hvað segir þú við þá borgarbúa sem hafa áhyggjur af þessu? „Ég skil alveg þessar áhyggjur en við búum við þær aðstæður að hér er mjög blautt og hér rignir mikið. Ég held að þessi þvottur skipti kannski ekki sköpum. En auðvitað hlustum við á raddir borgarbúa og metum þetta. Þetta eru þrjár og hálf milljón króna sem sparast með þessu og það er ekki, ef ég má sletta, make or break fyrir okkur. Við bara metum þetta núna,“ segir Ólöf.Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.365/ÞÞKjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að núverandi meirihluti í borginni vilji helst bara eyða peningum í verkefni sem séu skemmtileg. „Of miklir peningar fara í gæluverkefni sem eru ekki hluti af grunnþjónustu. Nú þegar kreppir að þá kemur það niður á grunnþjónustu, því miður. Auðvitað ætti forgangsröðunin að vera öðruvísi. Við ættum að hugsa um grunnþjónustuna fyrst og síðan að sjá hvort eitthvað er afgangs í gæluverkefnin,“ segir Kjartan.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira