Enski boltinn

Rooney og Moyes funda á morgun

Rooney með Kagawa.
Rooney með Kagawa.
David Moyes, stjóri Man. Utd, mun setjast niður með Wayne Rooney á morgun til þess að ræða stöðu hans hjá félaginu. Rooney hefur farið fram á sölu en United neitar að selja hann.

Moyes tók við starfinu í gær og þarf að hafa hraðar hendur því hans lið er á leið í æfingaferð eftir næstu helgi.

Fyrsti leikur Moyes með liðið verður 13. júlí er United spilar gegn Singha All Stars í Bangkok.

United mun spila fleiri leiki þar og fara svo til Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×