Enski boltinn

Sanogo til Arsenal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yaya Sanogo
Yaya Sanogo Mynd / Getty Images
Enska knattspyrnuliðið Arsenal hefur fengið til liðsins franska leikmanninn Yaya Sanogo en hann gerir langtímasamning við liðið.

Þessi 20 ára framherji kemur til liðsins frá franska félaginu Auxerre en samningur hans við félagið rann út í sumar.

Sanogo gerði 13 mörk á síðustu leiktíð þrátt fyrir að hafa glímt við töluverð meiðsli.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur lagt mikla áherslu á að klófesta Gonzalo Higuain og Wayne Rooney til liðsins og ætlar Frakkinn greinilega að styrkja framlínu liðsins fyrir næsta tímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×