Enski boltinn

United að undirbúa annað tilboð í Baines

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leighton Baines í leik með Everton
Leighton Baines í leik með Everton Mynd / Getty Images
Enska knattspyrnuliðið Manchester United er að undirbúa 17 milljóna punda tilboð í bakvörðinn  Leighton Baines frá Everton.

Félagið bauð 12 milljónir punda í Baines í síðustu viku en því var hafnað samdægurs.

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, vill ólmur fá leikmanninn til félagsins en Moyes stýrði Everton í tæplega áratug áður en hann tók við Englandsmeisturunum í vor.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að United sé reiðubúið að bjóða Baines 80.000 pund á viku í laun sem yrði töluverð launahækkun fyrir varnarmanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×