Starfslok Finns og Guðmundar kosta Haga vel yfir 300 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 08:59 Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson munu láta af störfum hjá Högum á næstunni. Starfslok þeirra Finns Árnasonar, forstjóra Haga, og Guðmundar Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónus, munu kosta Haga vel yfir 300 milljónir króna. Tilkynnt var um það í liðinni viku að þeir hefðu óskað eftir því að láta af störfum hjá fyrirtækinu en þeir munu starfa hjá Högum þar til ráðið hefur verið í störf þeirra. Guðmundur hefur starfað hjá Bónus í tæp þrjátíu ár og er með þriggja ára uppsagnarfrest samkvæmt starfssamningi. Finnur, sem hefur verið forstjóri Haga í fimmtán ár, er með árs uppsagnarfrest. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en þar segir að Finnur hafi síðustu ár verið einn launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni. Laun hans og hlunnindi á síðasta rekstrarári, sem lauk í febrúar 2019, voru alls 72,2 milljónir króna eða rúmar sex milljónir á mánuði. Þá var Guðmundur með um fimm milljónir í laun á mánuði á árinu 2018 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Að því er segir í Markaðnum eru ákvæði í starfssamningum Finns og Guðmundar þar sem kemur fram að ekki skipti máli varðandi uppsagnarfrest hvort þeir hafi sjálfir látið af störfum eða verið sagt upp. Hagar munu því þurfa að gjaldfæra hjá sér talsverðan kostnað vegna starfsloka þessara tveggja stjórnenda. Þannig megi varlega áætla að starfslok Guðmundar kosti Haga um 250 milljónir vegna launa, lífeyrisgreiðslna og annarra launatengdra gjalda en starfslok Finns um 100 milljónir króna að því er fram kemur í Markaðnum. Vísir hafði samband við Ernu Gísladóttur, stjórnarformann Haga, fyrr í vikunni og falaðist eftir upplýsingum um kostnað fyrirtækisins vegna starfsloka þeirra Guðmundar og Finns. Hún kvaðst ekki geta veitt slíkar upplýsingar þar sem Hagar væru félag á markaði. Þessar upplýsingar yrðu veittar á hluthafafundi. Í skriflegu svari Haga við fyrirspurn Markaðarins um kostnaðinn segir að verði þær tölur á einhverjum tímapunkti birtar opinberlega, verði það samhliða birtingu reikningsskila félagsins. Verslun Markaðir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira
Starfslok þeirra Finns Árnasonar, forstjóra Haga, og Guðmundar Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónus, munu kosta Haga vel yfir 300 milljónir króna. Tilkynnt var um það í liðinni viku að þeir hefðu óskað eftir því að láta af störfum hjá fyrirtækinu en þeir munu starfa hjá Högum þar til ráðið hefur verið í störf þeirra. Guðmundur hefur starfað hjá Bónus í tæp þrjátíu ár og er með þriggja ára uppsagnarfrest samkvæmt starfssamningi. Finnur, sem hefur verið forstjóri Haga í fimmtán ár, er með árs uppsagnarfrest. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en þar segir að Finnur hafi síðustu ár verið einn launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni. Laun hans og hlunnindi á síðasta rekstrarári, sem lauk í febrúar 2019, voru alls 72,2 milljónir króna eða rúmar sex milljónir á mánuði. Þá var Guðmundur með um fimm milljónir í laun á mánuði á árinu 2018 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Að því er segir í Markaðnum eru ákvæði í starfssamningum Finns og Guðmundar þar sem kemur fram að ekki skipti máli varðandi uppsagnarfrest hvort þeir hafi sjálfir látið af störfum eða verið sagt upp. Hagar munu því þurfa að gjaldfæra hjá sér talsverðan kostnað vegna starfsloka þessara tveggja stjórnenda. Þannig megi varlega áætla að starfslok Guðmundar kosti Haga um 250 milljónir vegna launa, lífeyrisgreiðslna og annarra launatengdra gjalda en starfslok Finns um 100 milljónir króna að því er fram kemur í Markaðnum. Vísir hafði samband við Ernu Gísladóttur, stjórnarformann Haga, fyrr í vikunni og falaðist eftir upplýsingum um kostnað fyrirtækisins vegna starfsloka þeirra Guðmundar og Finns. Hún kvaðst ekki geta veitt slíkar upplýsingar þar sem Hagar væru félag á markaði. Þessar upplýsingar yrðu veittar á hluthafafundi. Í skriflegu svari Haga við fyrirspurn Markaðarins um kostnaðinn segir að verði þær tölur á einhverjum tímapunkti birtar opinberlega, verði það samhliða birtingu reikningsskila félagsins.
Verslun Markaðir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira