Lúsífer Kvaran Starri Reynisson skrifar 6. maí 2020 08:00 Reglulega berast fréttir af nöfnum sem mannanafnanefnd íslenska ríkisins þykja ekki þóknanleg. Bæði er foreldrum meinað að nefna börn sín að vild og fólki bannað að ráða eigin nafni á fullorðinsárum. Þetta þykir mér bæði mikil og óþörf skerðing á frelsi einstaklingsins. Nafn manneskju er innilega persónulegt, hvort sem um er að ræða eiginnafn, millinafn eða kenninafn. Nafngjöf foreldra til barns og ákvörðun fullorðins einstaklings að breyta sínu nafni eru hvort tveggja persónulegar ákvarðanir sem koma öðrum hreinlega ekki við. Afskipti ríkisins af svo persónulegum ákvörðunum eru illréttlætanleg. Þar ættu hefðir að gilda einu, líkt og við aðrar álíka persónulegar ákvarðanir eins og klæðaburð. Góðar hefðir eru lífseigar og þurfa ekki sérstaka vernd, lopapeysur og þjóðbúningar lifa ágætu lífi án afskipta ríkisnefndar og ég hef fulla trú á því að íslenskar nafnahefðir myndu gera það líka. Það að banna nöfn vegna ótta við stríðni er svo hámark forræðishyggjunnar. Nýverið var nafninu Lúsífer til dæmis hafnað, ekki í fyrsta skipti, vegna þess að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að það gæti orðið nafnbera til ama. Ég velti því fyrir mér hvort nöfnunum Sauron, Melkor, Svarthöfði eða Voldemort yrði hafnað á sömu forsendum? Hvað þá með þegar rótgróin nöfn eins og Þengill og Katla? Í æsku var ég sjálfur talsvert hræddari við þau en nokkurn tímann Lúsífer. Burtséð frá því hvort verið sé að gera upp á milli uppskáldaðra illmenna þá er þetta eineltisvarnahlutverk mannanafnanefndar óþarft. Það eru fjölmörg dæmi um að „venjuleg“ nöfn valdi nafnbera talsverðum ama. Vilji eitthvert foreldri þess fyrir utan raunverulega skíra barnið sitt Hitler Sataníus Vondikall, Voldemort Svarthöfði Zedong eða Lúsífer Kvaran þá ætti það frekar heima hjá barnavernd, eigi opinber afskipti yfir höfuð að vera til staðar. Velji fullorðinn einstaklingur hins vegar að ganga undir slíku nafni ætti viðkomandi eingöngu að þurfa að eiga það við sjálfan sig. Höfundur er forseti Uppreisnar. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mannanöfn Starri Reynisson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af nöfnum sem mannanafnanefnd íslenska ríkisins þykja ekki þóknanleg. Bæði er foreldrum meinað að nefna börn sín að vild og fólki bannað að ráða eigin nafni á fullorðinsárum. Þetta þykir mér bæði mikil og óþörf skerðing á frelsi einstaklingsins. Nafn manneskju er innilega persónulegt, hvort sem um er að ræða eiginnafn, millinafn eða kenninafn. Nafngjöf foreldra til barns og ákvörðun fullorðins einstaklings að breyta sínu nafni eru hvort tveggja persónulegar ákvarðanir sem koma öðrum hreinlega ekki við. Afskipti ríkisins af svo persónulegum ákvörðunum eru illréttlætanleg. Þar ættu hefðir að gilda einu, líkt og við aðrar álíka persónulegar ákvarðanir eins og klæðaburð. Góðar hefðir eru lífseigar og þurfa ekki sérstaka vernd, lopapeysur og þjóðbúningar lifa ágætu lífi án afskipta ríkisnefndar og ég hef fulla trú á því að íslenskar nafnahefðir myndu gera það líka. Það að banna nöfn vegna ótta við stríðni er svo hámark forræðishyggjunnar. Nýverið var nafninu Lúsífer til dæmis hafnað, ekki í fyrsta skipti, vegna þess að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að það gæti orðið nafnbera til ama. Ég velti því fyrir mér hvort nöfnunum Sauron, Melkor, Svarthöfði eða Voldemort yrði hafnað á sömu forsendum? Hvað þá með þegar rótgróin nöfn eins og Þengill og Katla? Í æsku var ég sjálfur talsvert hræddari við þau en nokkurn tímann Lúsífer. Burtséð frá því hvort verið sé að gera upp á milli uppskáldaðra illmenna þá er þetta eineltisvarnahlutverk mannanafnanefndar óþarft. Það eru fjölmörg dæmi um að „venjuleg“ nöfn valdi nafnbera talsverðum ama. Vilji eitthvert foreldri þess fyrir utan raunverulega skíra barnið sitt Hitler Sataníus Vondikall, Voldemort Svarthöfði Zedong eða Lúsífer Kvaran þá ætti það frekar heima hjá barnavernd, eigi opinber afskipti yfir höfuð að vera til staðar. Velji fullorðinn einstaklingur hins vegar að ganga undir slíku nafni ætti viðkomandi eingöngu að þurfa að eiga það við sjálfan sig. Höfundur er forseti Uppreisnar. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar