Enski boltinn

Djorou lánaður til Hamburg

Djorou með nýja búninginn sinn.
Djorou með nýja búninginn sinn.
Arsenal er byrjað að taka til í leikmannamálum sínum fyrir veturinn. Nú í fyrstu eru menn á leið út. Johan Djorou hefur verið lánaður til Hamburg í Þýskalandi og Nicklas Bendtner er líklega einnig á förum.

Fyrir eru farnir þeir Sebastien Squillaci, Andrei Arshavin og Denilson.

Djorou er lánaður í eitt ár og þýska félagið hefur síðan forkaupsrétt á honum næsta sumar. Djorou var í láni hjá Hannover seinni hluta síðasta tímabils og þekkir því til í þýska boltanum.

Spænska félagið Malaga vill kaupa Danann Bendtner en þýska félagið Frankfurt hefur einnig lýst yfir áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×