Orð og ábyrgð Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. október 2019 07:00 Ég fékk hálfgert áfall þegar ég heyrði umræðurnar í þinginu, og trúið mér, það þarf nokkuð mikið til að koma mér úr jafnvægi í þeim efnum,“ sagði Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox, sem myrt var við vinnu í kjördæmi sínu í aðdraganda Brexit-kosninganna árið 2016. Umræðurnar sem Cox vísar til áttu sér stað þegar þingmenn komu saman aftur eftir að Hæstiréttur landsins hafði úrskurðað ákvörðun forsætisráðherrans um að fresta þinghaldi ólögmæta. Einu sinni sem oftar var Brexit bitbeinið. Boris Johnson kallar lög sem skylda hann til að sækja um frekari frestun á útgöngu Breta „Uppgjafarlögin“, sem hefur auðvitað skýra hernaðarlega tilvísun hjá gamla heimsveldinu. Andstæðingar Johnsons saka hann á móti um „valdarán“ og uppnefna hann „einræðisherra“. Gífuryrðin ganga á víxl og á sama tíma hækkar hitastigið meðal kjósenda. Hótanir í garð stjórnmálamanna verða sífellt algengari og, líkt og Brendan Cox getur vitnað um, eru því miður dæmi um að gjörðir fylgi orðum. „Þessi pólaríseraða orðræða er að valda varanlegu tjóni á stjórnmálunum,“ segir hann. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Við Íslendingar þurfum þó ekki að líta til Bretlands til að finna sambærileg dæmi um orðaflaum. Ofgnótt er í heimabyggð. Formaður Miðflokksins sagði til að mynda orkupakka þrjú, tiltölulega saklausa innleiðingu á samevrópsku regluverki, vera „stórhættulegan“ og vísaði ítrekað í „fullveldið“ og sambærileg hugtök: „[…] að okkur verður sótt af hagsmunaaðilum og pólitískum andstæðingum,“ bætti hann við. Formaðurinn er heldur ekki einn um stóryrði. Oddviti sama flokks í borgarstjórn telur embættismannakerfið í Ráðhúsinu „áreita“ sig. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins talar um „einræði og harðstjórn í Reykjavík“, og það í tengslum við umræður um samgöngumál! Gífuryrðin æsa svo í vanstilltum nærbuxnariddurum á samfélagsmiðlum og kommentakerfum. Þannig heldur hringrásin áfram. Sjálfnærandi. Auðvitað er það beinlínis eðli stjórnmálanna að tekist sé á. Það má hins vegar ekki vera á kostnað almennrar kurteisi og háttvísi í samskiptum. Ýmislegt má vafalaust segja um Dag B. Eggertsson en fullyrða má að hann er hvorki einræðisherra né harðstjóri. Stjórnmálamenn og aðrir sem tjá sig á opinberum vettvangi verða að geta sýnt stillingu. Það getur ekki talist hluti af eðlilegum skoðanaskiptum að sjá andstæðinga í hverju horni, eða setja kollega sína í flokk með helstu grimmdarmennum tuttugustu aldarinnar. Kannski skorar slíkt tal stundarpunkta í því sem stundum er kallað grasrót. En til lengri tíma er hreinlega verið að vinna stjórnmálunum tjón og beinlínis hætta á að vanstilltir einstaklingar grípi til örþrifaráða. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég fékk hálfgert áfall þegar ég heyrði umræðurnar í þinginu, og trúið mér, það þarf nokkuð mikið til að koma mér úr jafnvægi í þeim efnum,“ sagði Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox, sem myrt var við vinnu í kjördæmi sínu í aðdraganda Brexit-kosninganna árið 2016. Umræðurnar sem Cox vísar til áttu sér stað þegar þingmenn komu saman aftur eftir að Hæstiréttur landsins hafði úrskurðað ákvörðun forsætisráðherrans um að fresta þinghaldi ólögmæta. Einu sinni sem oftar var Brexit bitbeinið. Boris Johnson kallar lög sem skylda hann til að sækja um frekari frestun á útgöngu Breta „Uppgjafarlögin“, sem hefur auðvitað skýra hernaðarlega tilvísun hjá gamla heimsveldinu. Andstæðingar Johnsons saka hann á móti um „valdarán“ og uppnefna hann „einræðisherra“. Gífuryrðin ganga á víxl og á sama tíma hækkar hitastigið meðal kjósenda. Hótanir í garð stjórnmálamanna verða sífellt algengari og, líkt og Brendan Cox getur vitnað um, eru því miður dæmi um að gjörðir fylgi orðum. „Þessi pólaríseraða orðræða er að valda varanlegu tjóni á stjórnmálunum,“ segir hann. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Við Íslendingar þurfum þó ekki að líta til Bretlands til að finna sambærileg dæmi um orðaflaum. Ofgnótt er í heimabyggð. Formaður Miðflokksins sagði til að mynda orkupakka þrjú, tiltölulega saklausa innleiðingu á samevrópsku regluverki, vera „stórhættulegan“ og vísaði ítrekað í „fullveldið“ og sambærileg hugtök: „[…] að okkur verður sótt af hagsmunaaðilum og pólitískum andstæðingum,“ bætti hann við. Formaðurinn er heldur ekki einn um stóryrði. Oddviti sama flokks í borgarstjórn telur embættismannakerfið í Ráðhúsinu „áreita“ sig. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins talar um „einræði og harðstjórn í Reykjavík“, og það í tengslum við umræður um samgöngumál! Gífuryrðin æsa svo í vanstilltum nærbuxnariddurum á samfélagsmiðlum og kommentakerfum. Þannig heldur hringrásin áfram. Sjálfnærandi. Auðvitað er það beinlínis eðli stjórnmálanna að tekist sé á. Það má hins vegar ekki vera á kostnað almennrar kurteisi og háttvísi í samskiptum. Ýmislegt má vafalaust segja um Dag B. Eggertsson en fullyrða má að hann er hvorki einræðisherra né harðstjóri. Stjórnmálamenn og aðrir sem tjá sig á opinberum vettvangi verða að geta sýnt stillingu. Það getur ekki talist hluti af eðlilegum skoðanaskiptum að sjá andstæðinga í hverju horni, eða setja kollega sína í flokk með helstu grimmdarmennum tuttugustu aldarinnar. Kannski skorar slíkt tal stundarpunkta í því sem stundum er kallað grasrót. En til lengri tíma er hreinlega verið að vinna stjórnmálunum tjón og beinlínis hætta á að vanstilltir einstaklingar grípi til örþrifaráða. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun